„Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 22:04 Guðlaugur Victor Pálsson fór yfir málin strax eftir leik í Pristina í kvöld. Stöð 2 Sport „Þetta er mjög svekkjandi,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í kvöld, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Hann segir eðlilegt að margt þurfi að bæta eftir fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. „Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira
„Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik. Pressan var allt í lagi. Við héldum vel í boltann. Sköpuðum kannski ekki það mikið en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki góður,“ sagði Guðlaugur Victor við Aron Guðmundsson í Pristina en viðtalið má sjá hér að neðan. Guðlaugur Victor hélt áfram: „Þeir náðu að pinna okkur þannig að við náðum aldrei að komast í neina pressu [í seinni hálfleik]. Þeir fara maður á mann. Við þurfum að vera meira kúl í að halda meira í boltann og þora því. Við fórum að vera meira „direct“, en á þann hátt að við vorum ekki í stöðum til að vera direct og töpuðum örugglega öllum seinni boltum.“ Staðan var 1-1 í hálfleik en sigurmark Kósovó kom á 58. mínútu eftir að Elvis Rexhbecaj vann boltann af Hákoni Arnari Haraldssyni við vítateig Íslands. „Þetta mark sem þeir skora í seinni, við vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru. En við fáum líka þrjú mjög góð færi í seinni hálfleik. Heilt yfir svekkjandi en það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Guðlaugur Victor. Liðin mætast aftur á Spáni á sunnudaginn, klukkan 17 að íslenskum tíma, og þar þarf Ísland núna sigur til að vinna einvígið. „Þetta er fyrsti leikurinn undir stjórn nýs þjálfara. Það eru nýjar áherslur. Margt fínt sem við gerum. Margt sem þarfa að bæta, sem er mjög eðlilegt. Við höfum 2-3 daga til að fara yfir það og ég tel möguleika okkar á að vinna þá á Spáni mjög góða,“ sagði Guðlaugur Victor.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05 Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap þegar liðið mætti Kósovó á útivelli í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Íslenska liðið átti ágæta kafla í leiknum en frammistaða liðsins heilt yfir var ekki nægilega góð. 20. mars 2025 22:05
Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Ísland mætir Kósovó á útivelli á Fadil Vokrri leikvanginum ytra. Leikurinn er sá fyrsti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Arnars Gunnlaugssonar. 20. mars 2025 20:33