Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2025 07:00 Það er fátt verra tilhugsunin um að barn manns hafi hugsanlega framið hryllilegan glæp. Eddie Miller tekst á við slíkar hugsanir þegar sonur hans, Jamie, er handtekinn. Um leið reynir hann að gera allt sem hann getur til að vernda soninn. Netflix Sérsveitin brýtur niður dyrnar á heimili venjulegrar fjölskyldu í breskum bæ og handtekur þrettán ára dreng. Hann er grunaður um að hafa myrt bekkjarsystur sína en neitar staðfastlega sök. Þannig hefst Adolescence, framhaldsþáttaröð í fjórum hlutum, sem frumsýnd var á Netflix 13. mars og hefur rokið upp á topp vinsældalista veitunnar um allan heim, þar á meðal hérlendis. Þáttaröðin virðist í fyrstu fjalla um enn eina morðrannsóknina með brúnaþungum löggum og spennuþrungnum yfirheyrslum. Fljótlega kemur þó í ljós að þátturinn fjallar um miklu meira en það: ástand bresks skólakerfis, áhrifa samfélagsmiðla á börn og afleiðingarnar sem eitruð karlmennska hefur á menninguna okkar. Hver þáttur er tekinn í einni samfelldri myndatöku þannig áhorfendur fylgjast með í rauntíma. Þetta gefur þáttunum leikhúsblæ en býr líka til mikla nálægð við framvinduna og á köflum yfirþyrmandi andrúmsloft. Kynngimagnaður leikur í bland við sterka leikstjórn og öflugt handrit gerir það að verkum að Adolescence skilur áhorfendur eftir í sárum. Leikhús, Merseyside og Hitchcock Kraftinn í Adolescence má að miklu leyti þakka höfundunum tveimur, Jack Thorne og Stephen Graham, og leikstjóranum, Philip Barantini. Hver þeirra kemur með mikilvæg hráefni að borðinu. Jack Thorne hóf feril sinn sem leikskáld en fór snemma að skrifa fyrir bíó og sjónvarp. Hann er afkastamikill handritshöfundur, hefur unnið mikið fyrir Netflix og er með tvær seríur á topplistum veitunnar um þessar mundir: Adolescence og Toxic Town. Leikhúsgrunnur Thorne er bersýnilegur í Adolescence sem byggist að miklu leyti á samtölum. Frammistaða Graham í þáttunum skilur ekkert foreldri eftir ósnortið.Netflix Stephen Graham er meðhöfundur þáttanna en leikur jafnframt Eddie Miller, föður hins grunaða. Graham er frá Kirkby í Merseyside og vakti fyrst athygli í Snatch (2000). Síðan þá hefur hann fest sig í sessi sem öflugur karakter-leikari og leikur gjarnan harða og hrjúfa menn. Undanfarin ár hefur hann sést æ oftar í aðalhlutverkum sem er fagnaðarefni. Philip Barantini er upphaflega leikari frá Merseyside, eins og Graham, en sneri sér að leikstjórn eftir tuttugu ára leikferil. Fyrsta leikstjórnarverkefni hans var stuttmynd um vakt kokks, sem leikinn var af Graham, á krefjandi veitingastað. Tveimur árum síðar leikstýrði hann Boiling Point (2021), endurgerð stuttmyndarinnar í fullri lengd, með Graham í aðalhlutverki. Hún vakti mikla athygli þar sem hún var tekin í einu samfelldu skoti – bragð sem Barantini beitir aftur hér. Hitchcock vildi taka Rope upp í einu skoti en tæknin leyfði það ekki. Leikið er með svipaðar hugmyndir í Birdman. Tilraunamennska með langar óslitnar kvikmyndatökur á sér langa sögu, Hitchcock-myndin Rope (1948) er eitt elsta dæmi þess. Rope samanstendur af fjórum löngum skotum, hvert um 10 til 15 mínútur, sem gerir hana mjög leikhúslega en er hugsað til að viðhalda spennu og ógn. Síðustu tíu ár hefur einnar-skots-brellan verið mjög í tísku og nýttu myndirnar Birdman (2014) og 1917 (2019) og hlutu mikið lof fyrir. Myndatakan í Adolescence setur þættinum ákveðnar skorður, bindur þá í tíma og rúmi og krefst þess að handrit og samtöl séu nógu sterk til að halda áhorfendum. Að því leyti eru þættirnir tæknilegt afrek en aðferðin magnar líka gluggagægistilfinningu áhorfenda. Við erum föst með karakterunum, upplifum allt sem gerist á sama tíma og þau, tilneydd til að fylgjast með hverju samtali og hverjum svip. Þegar best lætur hefur aðferðin þau áhrif að maður liggur steinrunnin í sófanum með sting í magann. Mælt er með því að þeir sem vilji horfa á þættina lesi ekki lengra. Þeim sem er sama um að spilla fyrir sér sögunni geta hins vegar haldið áfram lestri. Lögreglustöðin og grunnskólinn Fyrsti þátturinn fjallar um handtöku Jamie Miller (Owen Cooper) og elta áhorfendur lögregluna frá heimili hans niður á lögreglustöð. Þar er ferðast um ganga stöðvarinnar meðan fjölskylda Miller reynir að fá á hreint hvaða er um að vera og drengnum er greint frá réttindum sínum. Áhorfendur vita jafnlítið og fjölskyldumeðlimir og það er markvisst gert í því að halda aftur af upplýsingum. Jamie velur föður sinn (Graham) sem fulltrúa sinn (enska lagahugtakið er appropriate adult) til að vera með sér í yfirheyrslum og líkamsskoðunum. Maður veit ekki hvor á erfiðara með handtökuna, faðirinn eða sonurinn.Netflix Pabbinn er sjokkeraður og trúir sakleysi sonarins. Eitt áhrifamesta atriði þáttarins er þegar drengurinn er látinn afklæðast svo hægt sé að leita á honum. Við sjáum ekkert nema föðurinn fylgjast með líkamsleitinni, meðan hann ólgar að innan og reynir að halda andliti við þessar niðurlægjandi kringumstæður. Þátturinn nær hápunkti í yfirheyrslunni þar sem Jamie neitar áfram sök. Gögnin eru síðan loksins lögð á borðið, myndband af dreng sem virðist stinga Katie Leonard til bana. Faðirinn trúir ekki glæpnum upp á soninn sem lofar því að hann sé saklaus.Netflix Þáttur tvö gerist þremur dögum síðar þar sem lögreglumennirnir Bascombe (Ashley Walters) og Frank (Faye Marsay) heimsækja skóla fórnarlambsins og hins grunaða. Enn er leitað að morðvopninu og mögulegum skýringum fyrir morðinu. Ringulreið og stjórnleysi ríkir í skólanum, börn svara kennurum fullum hálsi, það er slegist á lóðinni og hæðst að lögregluþjónunum. Er það morðið sem hefur þessi áhrif eða eru skólayfirvöld búin að missa stjórnina? Það er ekki skýrt en virðist vera sitt lítið af hvoru. Ashley Walters leikur lögregluþjóninn Bascombe sem fer með rannsókn morðmálsins.Netflix Í skólanum kemur sömuleiðis í ljós að lögreglan er á villigötum í rannsókn sinni. Sakleysisleg ummæli fórnarlambsins Katie við Instagram-færslur Jamie voru í raun stríðni og ásakanir um að hann væri „incel“ sem aðhylltist kvenhatandi kenningar. Incel stendur fyrir „involuntary celibate“ og lýsir hópi manna sem telja sig tilneydda í skírlífi af því að 80 prósent kvenna vilja aðeins 20 prósent karla. Þessar hugmyndir eru ráðandi í mannhvelinu (e. manosphere) sem er samansafn spjallsvæða þar sem því er haldið fram að femínismi haldi karlmönnum niðri. Áhrifavaldurinn Andrew Tate er einn af lykilspilurunum í þeim heimi en kvenfjandsamleg myndbönd hans hafa verið í mikilli dreifingu meðal ungra drengja undanfarin ár. Samtal við sálfræðing og verslunarferð Höfuðdjásn Adolescence er þriðji þátturinn sem gerist á barna- og unglingageðdeild sjö mánuðum eftir morðið. Sálfræðingurinn Briony (Erin Doherty) heimsækir Miller í fjórða sinn til að reyna að vinna sálfræðimat á honum. Af þáttunum fjórum kemst sá þriðji hvað næst því að vera hreint leikhús og byggist nánast eingöngu á samtali sálfræðingsins og drengsins. Báðir leikararnir sýna hér stórleik, Doherty sem öruggi og rólegi sálfræðingurinn og Cooper sem hatursfullur og reiður drengurinn. Sálfræðingurinn Briony og táningurinn Jamie takast á.Netflix Samtalið minnir á skylmingar þar sem þau beita ólíkum brögðum til að koma höggi á hitt. Sálfræðingurinn leiðir Jamie áfram með spurningum til að fá sannleikann fram meðan hann reynir að gera lítið úr spurningunum, snýr út úr eða ógnar henni. Jamie telur sig nógu klókan til að verjast spurningum sálfræðingsins þar til hann talar óvart af sér. Um leið og hann finnur að hann er ekki lengur með stjórnina sprettur heiftin og kvenhatrið fram í ógnandi hegðun. Hræðilegasta uppgötvunin er að Jamie þjáist ekki endilega af neinni röskun heldur hefur einfaldlega mótast af eitraðri menningu og umhverfi. Síðasti þátturinn gerist rúmu ári eftir morðið, að morgni afmælisdags föðurins Eddie. Við fylgjumst með fjölskyldunni reyna að lifa lífi sínu áfram en sorgin marar undir yfirborðinu. Þegar það kemur í ljós að búið er að spreyja orðið „nonce“ á sendiferðabíl fjölskyldunnar ákveður faðirinn að þau skuli fara saman í byggingavöruverslun. Marnie og Eddie leita svara sem er hvergi að finna.Netflix Óvænt uppákoma í versluninni veldur því að Eddie missir sig algjörlega. Reiðin sem sást hjá drengnum kemur þarna í ljós hjá föðurnum. Bílferðin heim er algjörlega mögnuð því áhorfendur sitja með fjölskyldunni í þögn og skömm. Til að auka á þjáninguna hringir Jamie úr fangelsinu til að færa fjölskyldunni stórar fréttir: hann ætlar að játa sig sekan. Heima fyrir velta foreldrarnir fyrir sér sömu spurningu og við áhorfendurnir: hvernig þetta gat gerst? Var þetta þeim að kenna? Af hverju sáu þau þetta ekki fyrir? Var þetta af því hann var alltaf einn í tölvunni? Var þetta skólakerfinu að kenna? Eða vinunum? Styrkur þáttanna liggur í þeirri staðreynd að það eru engin einföld svör. Þátturinn endar þar sem faðirinn brotnar saman inni í herbergi sonarins. Átakanleg sena sem missir þó dálítinn kraft vegna dramatísks sönglags sem er spilað undir. Þögn hefði verið mun sterkari og meira viðeigandi. Niðurstaða: Adolescence eru stórvirki í sjónvarpsþáttagerð hvað varðar handrit, myndatöku, leikstjórn og leik. Áhorfendur verða vitni að því í rauntíma hvaða áhrif hræðilegt morð hefur á gerandann, fjölskyldu hans, jafnaldra og samfélagið. Samfelld myndatakan, sviðsetningin og sterk samtölin búa til einstakt verk. Hinn ungi Owen Cooper vinnur algjöran leiksigur sem Jamie Miller, grípur áhorfendur strax frá byrjun og heldur þeim í algjörri gíslingu. Stephen Graham er frábær sem tragíski faðirinn Eddie og Erin Doherty á sterka innkomu sem sálfræðingurinn Briony. Þættirnir eiga erindi hérlendis eins og víða annars staðar um heim þar sem ofbeldi meðal ungmenna og skortur á samkennd hefur aukist. Samfélagsmiðlar, félagsleg einangrun og tengslaleysi nútímasamfélags virðast spila þar stóra rullu. Þættirnir gefa okkur tækifæri til að velta þessum málum fyrir okkur, horfa inn á við og mögulega spyrna við fæti. Eins og í Adolescence er hvorki til einfalt svar né einföld lausn. Þetta er ekki eitthvað sem varðar bara ungmenni, foreldra eða skólakerfið. Róttækra samfélagslegra aðgerða er krafist. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Björk á forsíðu National Geographic Lífið Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Menning Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Fleiri fréttir Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Þannig hefst Adolescence, framhaldsþáttaröð í fjórum hlutum, sem frumsýnd var á Netflix 13. mars og hefur rokið upp á topp vinsældalista veitunnar um allan heim, þar á meðal hérlendis. Þáttaröðin virðist í fyrstu fjalla um enn eina morðrannsóknina með brúnaþungum löggum og spennuþrungnum yfirheyrslum. Fljótlega kemur þó í ljós að þátturinn fjallar um miklu meira en það: ástand bresks skólakerfis, áhrifa samfélagsmiðla á börn og afleiðingarnar sem eitruð karlmennska hefur á menninguna okkar. Hver þáttur er tekinn í einni samfelldri myndatöku þannig áhorfendur fylgjast með í rauntíma. Þetta gefur þáttunum leikhúsblæ en býr líka til mikla nálægð við framvinduna og á köflum yfirþyrmandi andrúmsloft. Kynngimagnaður leikur í bland við sterka leikstjórn og öflugt handrit gerir það að verkum að Adolescence skilur áhorfendur eftir í sárum. Leikhús, Merseyside og Hitchcock Kraftinn í Adolescence má að miklu leyti þakka höfundunum tveimur, Jack Thorne og Stephen Graham, og leikstjóranum, Philip Barantini. Hver þeirra kemur með mikilvæg hráefni að borðinu. Jack Thorne hóf feril sinn sem leikskáld en fór snemma að skrifa fyrir bíó og sjónvarp. Hann er afkastamikill handritshöfundur, hefur unnið mikið fyrir Netflix og er með tvær seríur á topplistum veitunnar um þessar mundir: Adolescence og Toxic Town. Leikhúsgrunnur Thorne er bersýnilegur í Adolescence sem byggist að miklu leyti á samtölum. Frammistaða Graham í þáttunum skilur ekkert foreldri eftir ósnortið.Netflix Stephen Graham er meðhöfundur þáttanna en leikur jafnframt Eddie Miller, föður hins grunaða. Graham er frá Kirkby í Merseyside og vakti fyrst athygli í Snatch (2000). Síðan þá hefur hann fest sig í sessi sem öflugur karakter-leikari og leikur gjarnan harða og hrjúfa menn. Undanfarin ár hefur hann sést æ oftar í aðalhlutverkum sem er fagnaðarefni. Philip Barantini er upphaflega leikari frá Merseyside, eins og Graham, en sneri sér að leikstjórn eftir tuttugu ára leikferil. Fyrsta leikstjórnarverkefni hans var stuttmynd um vakt kokks, sem leikinn var af Graham, á krefjandi veitingastað. Tveimur árum síðar leikstýrði hann Boiling Point (2021), endurgerð stuttmyndarinnar í fullri lengd, með Graham í aðalhlutverki. Hún vakti mikla athygli þar sem hún var tekin í einu samfelldu skoti – bragð sem Barantini beitir aftur hér. Hitchcock vildi taka Rope upp í einu skoti en tæknin leyfði það ekki. Leikið er með svipaðar hugmyndir í Birdman. Tilraunamennska með langar óslitnar kvikmyndatökur á sér langa sögu, Hitchcock-myndin Rope (1948) er eitt elsta dæmi þess. Rope samanstendur af fjórum löngum skotum, hvert um 10 til 15 mínútur, sem gerir hana mjög leikhúslega en er hugsað til að viðhalda spennu og ógn. Síðustu tíu ár hefur einnar-skots-brellan verið mjög í tísku og nýttu myndirnar Birdman (2014) og 1917 (2019) og hlutu mikið lof fyrir. Myndatakan í Adolescence setur þættinum ákveðnar skorður, bindur þá í tíma og rúmi og krefst þess að handrit og samtöl séu nógu sterk til að halda áhorfendum. Að því leyti eru þættirnir tæknilegt afrek en aðferðin magnar líka gluggagægistilfinningu áhorfenda. Við erum föst með karakterunum, upplifum allt sem gerist á sama tíma og þau, tilneydd til að fylgjast með hverju samtali og hverjum svip. Þegar best lætur hefur aðferðin þau áhrif að maður liggur steinrunnin í sófanum með sting í magann. Mælt er með því að þeir sem vilji horfa á þættina lesi ekki lengra. Þeim sem er sama um að spilla fyrir sér sögunni geta hins vegar haldið áfram lestri. Lögreglustöðin og grunnskólinn Fyrsti þátturinn fjallar um handtöku Jamie Miller (Owen Cooper) og elta áhorfendur lögregluna frá heimili hans niður á lögreglustöð. Þar er ferðast um ganga stöðvarinnar meðan fjölskylda Miller reynir að fá á hreint hvaða er um að vera og drengnum er greint frá réttindum sínum. Áhorfendur vita jafnlítið og fjölskyldumeðlimir og það er markvisst gert í því að halda aftur af upplýsingum. Jamie velur föður sinn (Graham) sem fulltrúa sinn (enska lagahugtakið er appropriate adult) til að vera með sér í yfirheyrslum og líkamsskoðunum. Maður veit ekki hvor á erfiðara með handtökuna, faðirinn eða sonurinn.Netflix Pabbinn er sjokkeraður og trúir sakleysi sonarins. Eitt áhrifamesta atriði þáttarins er þegar drengurinn er látinn afklæðast svo hægt sé að leita á honum. Við sjáum ekkert nema föðurinn fylgjast með líkamsleitinni, meðan hann ólgar að innan og reynir að halda andliti við þessar niðurlægjandi kringumstæður. Þátturinn nær hápunkti í yfirheyrslunni þar sem Jamie neitar áfram sök. Gögnin eru síðan loksins lögð á borðið, myndband af dreng sem virðist stinga Katie Leonard til bana. Faðirinn trúir ekki glæpnum upp á soninn sem lofar því að hann sé saklaus.Netflix Þáttur tvö gerist þremur dögum síðar þar sem lögreglumennirnir Bascombe (Ashley Walters) og Frank (Faye Marsay) heimsækja skóla fórnarlambsins og hins grunaða. Enn er leitað að morðvopninu og mögulegum skýringum fyrir morðinu. Ringulreið og stjórnleysi ríkir í skólanum, börn svara kennurum fullum hálsi, það er slegist á lóðinni og hæðst að lögregluþjónunum. Er það morðið sem hefur þessi áhrif eða eru skólayfirvöld búin að missa stjórnina? Það er ekki skýrt en virðist vera sitt lítið af hvoru. Ashley Walters leikur lögregluþjóninn Bascombe sem fer með rannsókn morðmálsins.Netflix Í skólanum kemur sömuleiðis í ljós að lögreglan er á villigötum í rannsókn sinni. Sakleysisleg ummæli fórnarlambsins Katie við Instagram-færslur Jamie voru í raun stríðni og ásakanir um að hann væri „incel“ sem aðhylltist kvenhatandi kenningar. Incel stendur fyrir „involuntary celibate“ og lýsir hópi manna sem telja sig tilneydda í skírlífi af því að 80 prósent kvenna vilja aðeins 20 prósent karla. Þessar hugmyndir eru ráðandi í mannhvelinu (e. manosphere) sem er samansafn spjallsvæða þar sem því er haldið fram að femínismi haldi karlmönnum niðri. Áhrifavaldurinn Andrew Tate er einn af lykilspilurunum í þeim heimi en kvenfjandsamleg myndbönd hans hafa verið í mikilli dreifingu meðal ungra drengja undanfarin ár. Samtal við sálfræðing og verslunarferð Höfuðdjásn Adolescence er þriðji þátturinn sem gerist á barna- og unglingageðdeild sjö mánuðum eftir morðið. Sálfræðingurinn Briony (Erin Doherty) heimsækir Miller í fjórða sinn til að reyna að vinna sálfræðimat á honum. Af þáttunum fjórum kemst sá þriðji hvað næst því að vera hreint leikhús og byggist nánast eingöngu á samtali sálfræðingsins og drengsins. Báðir leikararnir sýna hér stórleik, Doherty sem öruggi og rólegi sálfræðingurinn og Cooper sem hatursfullur og reiður drengurinn. Sálfræðingurinn Briony og táningurinn Jamie takast á.Netflix Samtalið minnir á skylmingar þar sem þau beita ólíkum brögðum til að koma höggi á hitt. Sálfræðingurinn leiðir Jamie áfram með spurningum til að fá sannleikann fram meðan hann reynir að gera lítið úr spurningunum, snýr út úr eða ógnar henni. Jamie telur sig nógu klókan til að verjast spurningum sálfræðingsins þar til hann talar óvart af sér. Um leið og hann finnur að hann er ekki lengur með stjórnina sprettur heiftin og kvenhatrið fram í ógnandi hegðun. Hræðilegasta uppgötvunin er að Jamie þjáist ekki endilega af neinni röskun heldur hefur einfaldlega mótast af eitraðri menningu og umhverfi. Síðasti þátturinn gerist rúmu ári eftir morðið, að morgni afmælisdags föðurins Eddie. Við fylgjumst með fjölskyldunni reyna að lifa lífi sínu áfram en sorgin marar undir yfirborðinu. Þegar það kemur í ljós að búið er að spreyja orðið „nonce“ á sendiferðabíl fjölskyldunnar ákveður faðirinn að þau skuli fara saman í byggingavöruverslun. Marnie og Eddie leita svara sem er hvergi að finna.Netflix Óvænt uppákoma í versluninni veldur því að Eddie missir sig algjörlega. Reiðin sem sást hjá drengnum kemur þarna í ljós hjá föðurnum. Bílferðin heim er algjörlega mögnuð því áhorfendur sitja með fjölskyldunni í þögn og skömm. Til að auka á þjáninguna hringir Jamie úr fangelsinu til að færa fjölskyldunni stórar fréttir: hann ætlar að játa sig sekan. Heima fyrir velta foreldrarnir fyrir sér sömu spurningu og við áhorfendurnir: hvernig þetta gat gerst? Var þetta þeim að kenna? Af hverju sáu þau þetta ekki fyrir? Var þetta af því hann var alltaf einn í tölvunni? Var þetta skólakerfinu að kenna? Eða vinunum? Styrkur þáttanna liggur í þeirri staðreynd að það eru engin einföld svör. Þátturinn endar þar sem faðirinn brotnar saman inni í herbergi sonarins. Átakanleg sena sem missir þó dálítinn kraft vegna dramatísks sönglags sem er spilað undir. Þögn hefði verið mun sterkari og meira viðeigandi. Niðurstaða: Adolescence eru stórvirki í sjónvarpsþáttagerð hvað varðar handrit, myndatöku, leikstjórn og leik. Áhorfendur verða vitni að því í rauntíma hvaða áhrif hræðilegt morð hefur á gerandann, fjölskyldu hans, jafnaldra og samfélagið. Samfelld myndatakan, sviðsetningin og sterk samtölin búa til einstakt verk. Hinn ungi Owen Cooper vinnur algjöran leiksigur sem Jamie Miller, grípur áhorfendur strax frá byrjun og heldur þeim í algjörri gíslingu. Stephen Graham er frábær sem tragíski faðirinn Eddie og Erin Doherty á sterka innkomu sem sálfræðingurinn Briony. Þættirnir eiga erindi hérlendis eins og víða annars staðar um heim þar sem ofbeldi meðal ungmenna og skortur á samkennd hefur aukist. Samfélagsmiðlar, félagsleg einangrun og tengslaleysi nútímasamfélags virðast spila þar stóra rullu. Þættirnir gefa okkur tækifæri til að velta þessum málum fyrir okkur, horfa inn á við og mögulega spyrna við fæti. Eins og í Adolescence er hvorki til einfalt svar né einföld lausn. Þetta er ekki eitthvað sem varðar bara ungmenni, foreldra eða skólakerfið. Róttækra samfélagslegra aðgerða er krafist.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Lífið Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Lífið Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Lífið Björk á forsíðu National Geographic Lífið Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Menning Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Fleiri fréttir Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira