Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar 21. mars 2025 10:01 Mennta- og barnamálaráðherra hefur látið svo um mælt að dómskerfinu hér á landi sé ekki treystandi sem hann hefur svo borið til baka og beðist afsökunar á. Dómsmálaráðherrann gagnrýndi ummælin og virðist telja að ekkert sé að dómskerfinu. Mér virðist hann vera með viðbrögðum sínum að gera sig að varðhundi löngu úrelts kerfis sem greinilega er vilhallt hinum sterka í þjóðfélaginu. Ég hef verið staddur erlendis upp á síðkastið þar sem ég heyrði af þessu máli. Ég verð að segja það eins og er að ég kom af fjöllum að heyra þessi viðbrögð dómsmálaráðherra landsins. Er það virkilega gagnrýnivert að dómskerfið sé gagnrýnt? Er það heilagt og eru þingmenn sem setja lögin og dómarar kannski guðir sem við eigum að tilbiðja. Samkvæmt minni reynslu eru þetta samt bara breyskar manneskjur rétt eins og við hin. Viðbrögð þingmanns stjórnarandstöðunnar og lögmanns voru samkvæmt fréttum mjög á sömu lund. Mér finnst viðbrögð allra þriggja jaðra við hroka sem þeir einir hafa efni á sem eru að verja algjörlega óumdeildan hreinan skjöld. Að sumu leyti eru þau samt eðlileg. Þingmaður stjórnarandstöðunnar er væntanlega að reyna að standa vörð um hagsmuni þeirra sem hún telur kjósendur síns flokks sem yfirleitt njóta yfirburða í dómskerfinu gagnvart hinum veikari sem yfirleitt teljast til almennings. Sama gildir um lögmanninn. Mörgum lögmönnum finnst dómskerfið eins og það er í dag vera mjög hagstætt fyrir sig bæði tekjulega auk þess sem það ætti að jú almennt séð að vera ágætt að geta stundum unnið mál fyrir hinn sterka þó röksemdir réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi fari kannski ekki alveg saman við niðurstöðuna. Tökum nokkur dæmi úr dómskerfinu: Hvað með nauðganir sem allt að 99% fara á þann veg í dómskerfinu að kærendur (stúlkur) eru „reknar á dyr“. Ástæða virðist til að ætla að aðeins séu um 10% nauðgana kærð enda er spurningin: Til hvers að kæra? Líkurnar á að vinna málið eru álíka miklar og að vinna í happdrætti. Þar er hins vegar vinningurinn hrepptur án sálarangistar og niðurlægingar sem rekstur málsins ber með sér nánast samkvæmt lögum. Samkvæmt dómsmálaráðherranum virðast nauðganirnar vera stúlkunum að kenna enda hefðbundið að telja að svo sé. Alþingi, dómskerfið og lögreglan virðast ekki einu sinni vita upp á sig skömmina en segjast hafa þá afsökun að það sé bara svo erfitt að sanna að verknaðurinn hafi farið fram. Á því eru ýmsar ástæður en væntanlega þær viðamestu réttlæti hins sterka og að eitthvað vanti upp á að laga sönnunarbyrðina stúlkunum í vil. Til hvers er Alþingi annars? Er það ekki til þess að setja lög. Er ekki hlutverk hinna stofnananna að láta vita af því hvar pottur er brotinn og benda á lagfæringar sem duga. Hvað með forsjármál barna þar sem móðirin hefur unnið allt að 99% mála. Þar virðist dómskerfið ekki kæra sig um eða ekki geta komist upp úr hjólförunum. Best væri að Alþingi tæki á því samhliða nauðgunarmálunum. Hvað með dómsmál þar sem einstaklingur meðal almennings reynir að fara í mál gegn sér sterkari aðila eins og menntamála- og barnamálaráðherrann gerði. Óhætt er að fullyrða að hann á mjög undir högg að sækja varðandi dómsniðurstöðuna. Fyrir því eru margs konar ástæður. Sumar þeirra verða skýrðar hér að neðan. Hvað með dómsmál þar sem einstaklingur meðal almennings reynir að fara í mál við svindlara. Þeir eru sá hópur sem allt virðist gert í Alþingi og dómskerfinu til þess að fari sem best út úr dómsmálum. Ástæðan virðist vera ákafi Alþingis við að rétta þeim sterka í þjóðfélaginu hjálparhönd. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra áherslan á munnlegan málflutning sem gerir svindlurum auðvelt fyrir að búa sífellt til sögur sem henta enda virðist sannleikurinn eiga mjög undir högg að sækja í dómskerfinu. Sennilega er álíka sjaldan farið í mál vegna þeirra og í nauðgunarmálunum (10%). Flestir þeirra, sem hafa ástæðu til vita að það er aðeins sóun á fjármunum og eigin tíma að gera það. Ofangreint þarf að hafa í huga þegar haft er eftir dómsmálaráðherranum að allir geti leitað réttar síns fyrir dómstólum þegar þeim finnist á sig hallað. Að hann láti hafa það eftir sér finnst mér mjög óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Mér finnst hann vera að etja almenningi út á foraðið. Fari hinn almenni maður eftir því sem dómsmálaráðherrann bendir honum á að gera er hann í flestum tilfellum að skapa sér fjárhagslegan, sálrænan og tilgangslausan skaða en fær oftast ekki neina bót sinna mála. Það gildir náttúrulega sérstaklega ofangreinda málaflokka. Hvernig stendur þá á því að þetta sé svona? Eftirfarandi dæmi held ég að gefi ákveðna innsýn í málið: Flestir halda að málarekstur gangi út á að finna það sem sé satt og rétt. Mikill hluti hans, getur hins vegar gengið út á sífelld mótmæli og kröfur. Næstum allur rekstur málsins getur farið í það. Við þetta er stuðst við margvísleg lög og lagareglur. Má þar fyrst nefna forræðisregluna, það er regluna um forræði málflytjenda á gangi málsins, að þeir stýri honum hvor fyrir sig, takið eftir, hvor fyrir sig, en síður dómarinn sem yfirleitt aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður. Það þýðir til dæmis að sá aðili máls sem vill þenja það sem allra mest út verður seint stöðvaður þannig að sá sem er fjárhagslega sterkari hefur þarna afgerandi vinning. Í þessu sambandi má benda á ábendingu Krists um þá ríku sem gáfu af auðlegð sinni og konuna sem gaf af skorti sínum. Allt getur svo farið á annan endann í svokölluðum matsmálum, það er þegar sérfræðingar eru dómkvaddir til þess að rannsaka einhvern þátt dómsmáls. Þá kemur dómarinn varla að málinu heldur eiga málflytjendur að stýra því saman þar sem hvor fyrir sig ræður óháð hinum. Það er eitthvað það hroðalegasta stjórnunarfyrirkomulag sem nokkurn tíma hefur verið fundið upp enda hefur einkum fjársterkari aðili málsins þá enn frjálsari hendur við að blása málið út. Tekið skal fram að næst í röðinni á eftir því sem hroðalegasta stjórnunarfyrirkomulagið er ofangreind forræðisregla sem gildir í dómskerfinu í heild. Það er höfuð atriði fyrir almenning í þessu landi að það sé dómarinn sem stjórni öllu dómsferlinu frá upphafi til enda. Þá getur hann meðal annars slegið afgerandi á hinn mikla illfyrirsjáanlega kostnað. Hafa verður í huga að oft kostar tugi milljóna að reka dómsmál þar sem einstaklingur úr röðum almennings er annar aðili málsins. Þá má nefna hina svokölluðu þagnarreglu sem gengur út á að aðili máls þarf ekki að svara spurningum í dómsal eða leggja fram gögn um meginatriði máls-ins. Jafnvel ekki það atriði sem málið snýst um en getur svarað fyrir sig með gagnkröfum sem einmitt honum hentar. Einnig getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal en oft til hagsbóta að segja ósatt. Þagnarregluna tel ég vera setta til þess að bæta hag hins fjárhagslega sterka í þjóðfélaginu. Hagsmunir einstaklings meðal almennings er nær alltaf að ekkert sé falið undir borðum. Það er höfuðatriði fyrir almenning í þessu landi að dómari geti kallað eftir öllum sönnunargögnum í málinu og geri það. Auk þess þarf að liðka fyrir skriflegum málflutningi. Enn má nefna margar gildrur og alls konar lagaklæki. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók eða bækur um það allt saman. Sem eitt dæmi þá getur félítill aðili, sem höfðar mál gagnvart öðrum, lent í því þegar í upphafi málarekstrarins að vera krafinn um svokallaða málskostnaðartryggingu sem gæti numið milljónum króna fyrir hugsanlegum málskostnaði, tapi hann málinu. Tryggingin liggur þá föst í dómnum þangað til dómur er kveðinn upp, jafnvel einhverjum árum síðar og verður því ekki notuð í annað meðan málareksturinn stendur yfir. Setji hann ekki trygginguna er málinu umsvifalaust vísað frá. Þurfi hann að áfrýja dómi getur hinn sterki reynt að koma í veg fyrir það með því að beita svokallaðri löggeymslu sem er í raun ekkert annað en hótun um að koma honum í gjaldþrot nema hann setji milljóna króna tryggingu. Mér skilst að upphaflega hafi frumvarpið að lögunum um málskostnaðartryggingu verið rökstutt með því að verið væri að losna við aðila úr dómskerfinu sem væru að reka tilgangslaus mál. Ég held ég geti fullyrt að aldrei hafi verið dæmt út frá því heldur einungis litið til þess hvort aðilinn væri álitinn borgunarmaður. Ég get ekki betur séð en að þarna sé í íslenska dómskerfinu verið að leggja að jöfnu að vera félítill og reka tilgangslaust mál. Sé höfðað gjaldþrotamál vegna ógreiddrar skuldar gegn einhverjum þarf viðkomandi að greiða einhver hundruð þúsunda króna fyrir. Þegar um löggeymslu er að ræða þarf kröfuhafinn hins vegar aðeins að greiða nokkra tugi þúsunda enda er kröfuna einungis unnt að gera gagnvart fólki í lægri tekjuskala þjóðfélagsins. Höfuðatriði er að losna við svona löggjöf úr dómskerfinu. Taka frekar upp í staðinn að dómari geti vísað frá máli strax eftir að stefna og greinargerð stefnda hafa verið lögð fram ef öll líkindi eru á að reynt sé að nota dómsmálið til þess að ofsækja hinn aðila þess. Í þeirri aðferð felst að minnsta kosti meiri jöfnuður Höfuðatriði er að hætt verði í íslenskri löggjöf að leggja að jöfnu peningaleysi og tilgangslaus mál og lagfæra lögin þar sem það hefur þegar verið gert. Reyndar er til eins konar dómskerfi sem er að því er virðist eingöngu ætlað almenningi. Það samanstendur af ýmsum, að því er virðist, ósamstæðum úrskurðarnefndum. Mér finnst það sýna vanvirðingu Alþingis á almenningi að einkenni þeirra er jafnvel oftast að fulltrúar hins aðila málsins sitja í dómnum. Sem dæmi má nefna að í úrskurðarnefnd um tryggingarmál sitja fulltrúar tryggingarfélaganna. Forsætisráðherra skipar úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðum hennar er ekki unnt að skjóta til æðra dómstigs. Eingöngu læknar hjá landlæknisembættinu rannsaka hugsanleg mistök lækna. Ekki virðist mikið eftirlit með því hvort fyrrverandi starfsfélagar þeirra hafi verið viðriðnir málið. Dæmi munu vera um að þolendur frétti af því eftir á. Höfuðatriði er að ofangreint kerfi sé samræmt, fært inn í dómskerfið, betur hugað að hlutleysi og að dómari sitji að minnsta kosti í forsæti. Við búum við dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið eins og það var 1950 – 1970, það er fyrir 50 – 70 árum síðan. Það er löngu fyrir tölvuöld eins og við þekkjum hana. Þetta hefur áhrif á kostnað, hugsunarhátt í dómsúrskurðum og val á eðlilegum sönnunargögnum sem getur leitt til skrýtinna dóma. Sem dæmi um skrýtna dóma má nefna að í ákveðnu dómsmáli voru svokallaðar undirritaðar greiðsluviðurkenningar teknar fram fyrir bankafærslur sem sönnun fyrir greiðslum. Sem dæmi um kostnað af þessum orsökum má nefna að í raun eru yfirleitt engar ákvarðanir teknar í dómsmáli eða gögn lögð fram nema málflytjendur og dómari og einnig dómritari hittist í dómsal í svokölluðum þinghöldum þar sem hvert þeirra kostar hvorn aðila fyrir sig yfirleitt tugi þúsunda í hvert sinn þótt algengt sé að þau standi hvert fyrir sig aðeins yfir í 10 - 30 mínútur. Tími lögmannsins sem fer í bílferðirnar til og frá dómhúsinu kostar nefnilega einnig sitt. Þetta er gert á tímum tölva og alls konar fjarfundabúnaðar. Algengt er að þessi kostnaður nemi milljónum króna fyrir hvorn aðila fyrir sig í einu og sama dómsmálinu. Athuga þarf að dómarinn á að dæma eftir lögunum þar sem ekkert stendur um að hafa eigi réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi þar sem áherslan geti verið á lög sem eru andstæð réttlætisvitund almennings. Sem dæmi má nefna að í ákveðnu máli þótti ekkert athugavert við það að sá sem titlaður var framkvæmdastjóri í fyrirtækinu segðist vera einkaaðili sem hirti tekjur þess þrátt fyrir það að allar greiðslurnar kæmu sannanlega úr fyrirtækinu sjálfu. Í dómsforsendum er tilhneiging til að tilgreina einkum þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalla lítt um meginrök og sannanir þess sem dæmt er í mót og sleppa þeim jafnvel alveg. Það gefur dómaranum þann möguleika að geta valið sér sönnun eða sannanir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum eins og þær væru ekki til. Það er afgerandi atriði í því að auðvelt sé að dæma hverjum sem er í vil. Og hvorum aðilanum telur lesandinn að sé þá tilhneiging til að dæma í vil? Það er höfuðatriði fyrir almenning í þessu landi að dómari verði undantekningalaust að skýra báðar hliðar málsins í dómsforsendum. Þá er honum gert mun erfiðara að dæma hverjum sem er í vil. Auðvitað þarf að taka á miklu fleiri atriðum í dómskerfinu. Ég vil aðeins drepa á nokkur atriði í viðbót. Bæta þarf samræmi í dómum. Það getur orðið erfitt vegna tilhneigingar dómara að sleppa sönnunum og röksemdum þess sem dæmt er í mót eins og bent hefur verið á hér að ofan. Þetta er enn eitt höfuðatriðið fyrir almenning í þeirri viðleitni að koma á meira jafnræði í dómskerfinu. Dómskerfið og lagasetningar varðandi það verða að vera í samræmi við þjóðfélags- og tæknibreytingar á hverjum tíma en ekki eins og tíðkast hefur að „kippt sé í spottann“ á 50 - 70 ára fresti og þá eingöngu „horft í baksýnisspegilinn“ sem virðist hafa einkennt síðustu lagfæringar þar sem gengið er svo langt ofan á allt annað að því hefur verið sleppt að taka tillit til þróunarinnar síðustu 20-30 árin á undan. Vegna sífellt hraðari breytinga í þjóðfélaginu er þetta sífellt mikilvægara að vinda sér í. Vanþekking dómara á þjóðfélaginu er orðið vandamál sem þarf að leysa með aðstoðarmönnum með margs konar bakgrunn sem aðeins fengju greitt tímagjald meðan þeir eru í vinnu við verkefnið. Dómskerfið er eins og er miðað við miklu einfaldara þjóðfélag, það sem var á árunum 1950 - 1970. Dómarar nútímans þurfa meðal annars að vera vel að sér í stærðfræði, bókhaldi, sálfræði, þjóðfélagsfræði og vera vel heima í hinum ólíku viðskiptabrönsum víðs vegar um þjóðfélagið. Hin svokallaða gjafsókn sem út af fyrir sig er góð hugmynd en stendur varla undir nafni þar sem þiggjandinn verður að vera á lægri launum en lægstu grunnlaun stéttarfélaga kveða á um og þarf þrátt fyrir heitið að greiða töluverðan kostnað sjálfur þar á meðal óvæntan kostnað. Þar bíður mikið þróunarstarf við að rétta hlut almennings Og svona má lengi telja upp. Niðurstaða þessarar greinar er sú að dómsmálaráðherrann þarf að hætta að líta á sig sem varðhund löngu úrelts kerfis og láta hendur standa fram úr ermum til hagsbóta fyrir almenning sem orðið hefur undir í dómskerfinu hingað til. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra hefur látið svo um mælt að dómskerfinu hér á landi sé ekki treystandi sem hann hefur svo borið til baka og beðist afsökunar á. Dómsmálaráðherrann gagnrýndi ummælin og virðist telja að ekkert sé að dómskerfinu. Mér virðist hann vera með viðbrögðum sínum að gera sig að varðhundi löngu úrelts kerfis sem greinilega er vilhallt hinum sterka í þjóðfélaginu. Ég hef verið staddur erlendis upp á síðkastið þar sem ég heyrði af þessu máli. Ég verð að segja það eins og er að ég kom af fjöllum að heyra þessi viðbrögð dómsmálaráðherra landsins. Er það virkilega gagnrýnivert að dómskerfið sé gagnrýnt? Er það heilagt og eru þingmenn sem setja lögin og dómarar kannski guðir sem við eigum að tilbiðja. Samkvæmt minni reynslu eru þetta samt bara breyskar manneskjur rétt eins og við hin. Viðbrögð þingmanns stjórnarandstöðunnar og lögmanns voru samkvæmt fréttum mjög á sömu lund. Mér finnst viðbrögð allra þriggja jaðra við hroka sem þeir einir hafa efni á sem eru að verja algjörlega óumdeildan hreinan skjöld. Að sumu leyti eru þau samt eðlileg. Þingmaður stjórnarandstöðunnar er væntanlega að reyna að standa vörð um hagsmuni þeirra sem hún telur kjósendur síns flokks sem yfirleitt njóta yfirburða í dómskerfinu gagnvart hinum veikari sem yfirleitt teljast til almennings. Sama gildir um lögmanninn. Mörgum lögmönnum finnst dómskerfið eins og það er í dag vera mjög hagstætt fyrir sig bæði tekjulega auk þess sem það ætti að jú almennt séð að vera ágætt að geta stundum unnið mál fyrir hinn sterka þó röksemdir réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi fari kannski ekki alveg saman við niðurstöðuna. Tökum nokkur dæmi úr dómskerfinu: Hvað með nauðganir sem allt að 99% fara á þann veg í dómskerfinu að kærendur (stúlkur) eru „reknar á dyr“. Ástæða virðist til að ætla að aðeins séu um 10% nauðgana kærð enda er spurningin: Til hvers að kæra? Líkurnar á að vinna málið eru álíka miklar og að vinna í happdrætti. Þar er hins vegar vinningurinn hrepptur án sálarangistar og niðurlægingar sem rekstur málsins ber með sér nánast samkvæmt lögum. Samkvæmt dómsmálaráðherranum virðast nauðganirnar vera stúlkunum að kenna enda hefðbundið að telja að svo sé. Alþingi, dómskerfið og lögreglan virðast ekki einu sinni vita upp á sig skömmina en segjast hafa þá afsökun að það sé bara svo erfitt að sanna að verknaðurinn hafi farið fram. Á því eru ýmsar ástæður en væntanlega þær viðamestu réttlæti hins sterka og að eitthvað vanti upp á að laga sönnunarbyrðina stúlkunum í vil. Til hvers er Alþingi annars? Er það ekki til þess að setja lög. Er ekki hlutverk hinna stofnananna að láta vita af því hvar pottur er brotinn og benda á lagfæringar sem duga. Hvað með forsjármál barna þar sem móðirin hefur unnið allt að 99% mála. Þar virðist dómskerfið ekki kæra sig um eða ekki geta komist upp úr hjólförunum. Best væri að Alþingi tæki á því samhliða nauðgunarmálunum. Hvað með dómsmál þar sem einstaklingur meðal almennings reynir að fara í mál gegn sér sterkari aðila eins og menntamála- og barnamálaráðherrann gerði. Óhætt er að fullyrða að hann á mjög undir högg að sækja varðandi dómsniðurstöðuna. Fyrir því eru margs konar ástæður. Sumar þeirra verða skýrðar hér að neðan. Hvað með dómsmál þar sem einstaklingur meðal almennings reynir að fara í mál við svindlara. Þeir eru sá hópur sem allt virðist gert í Alþingi og dómskerfinu til þess að fari sem best út úr dómsmálum. Ástæðan virðist vera ákafi Alþingis við að rétta þeim sterka í þjóðfélaginu hjálparhönd. Fyrir því eru margar ástæður en ein þeirra áherslan á munnlegan málflutning sem gerir svindlurum auðvelt fyrir að búa sífellt til sögur sem henta enda virðist sannleikurinn eiga mjög undir högg að sækja í dómskerfinu. Sennilega er álíka sjaldan farið í mál vegna þeirra og í nauðgunarmálunum (10%). Flestir þeirra, sem hafa ástæðu til vita að það er aðeins sóun á fjármunum og eigin tíma að gera það. Ofangreint þarf að hafa í huga þegar haft er eftir dómsmálaráðherranum að allir geti leitað réttar síns fyrir dómstólum þegar þeim finnist á sig hallað. Að hann láti hafa það eftir sér finnst mér mjög óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Mér finnst hann vera að etja almenningi út á foraðið. Fari hinn almenni maður eftir því sem dómsmálaráðherrann bendir honum á að gera er hann í flestum tilfellum að skapa sér fjárhagslegan, sálrænan og tilgangslausan skaða en fær oftast ekki neina bót sinna mála. Það gildir náttúrulega sérstaklega ofangreinda málaflokka. Hvernig stendur þá á því að þetta sé svona? Eftirfarandi dæmi held ég að gefi ákveðna innsýn í málið: Flestir halda að málarekstur gangi út á að finna það sem sé satt og rétt. Mikill hluti hans, getur hins vegar gengið út á sífelld mótmæli og kröfur. Næstum allur rekstur málsins getur farið í það. Við þetta er stuðst við margvísleg lög og lagareglur. Má þar fyrst nefna forræðisregluna, það er regluna um forræði málflytjenda á gangi málsins, að þeir stýri honum hvor fyrir sig, takið eftir, hvor fyrir sig, en síður dómarinn sem yfirleitt aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður. Það þýðir til dæmis að sá aðili máls sem vill þenja það sem allra mest út verður seint stöðvaður þannig að sá sem er fjárhagslega sterkari hefur þarna afgerandi vinning. Í þessu sambandi má benda á ábendingu Krists um þá ríku sem gáfu af auðlegð sinni og konuna sem gaf af skorti sínum. Allt getur svo farið á annan endann í svokölluðum matsmálum, það er þegar sérfræðingar eru dómkvaddir til þess að rannsaka einhvern þátt dómsmáls. Þá kemur dómarinn varla að málinu heldur eiga málflytjendur að stýra því saman þar sem hvor fyrir sig ræður óháð hinum. Það er eitthvað það hroðalegasta stjórnunarfyrirkomulag sem nokkurn tíma hefur verið fundið upp enda hefur einkum fjársterkari aðili málsins þá enn frjálsari hendur við að blása málið út. Tekið skal fram að næst í röðinni á eftir því sem hroðalegasta stjórnunarfyrirkomulagið er ofangreind forræðisregla sem gildir í dómskerfinu í heild. Það er höfuð atriði fyrir almenning í þessu landi að það sé dómarinn sem stjórni öllu dómsferlinu frá upphafi til enda. Þá getur hann meðal annars slegið afgerandi á hinn mikla illfyrirsjáanlega kostnað. Hafa verður í huga að oft kostar tugi milljóna að reka dómsmál þar sem einstaklingur úr röðum almennings er annar aðili málsins. Þá má nefna hina svokölluðu þagnarreglu sem gengur út á að aðili máls þarf ekki að svara spurningum í dómsal eða leggja fram gögn um meginatriði máls-ins. Jafnvel ekki það atriði sem málið snýst um en getur svarað fyrir sig með gagnkröfum sem einmitt honum hentar. Einnig getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal en oft til hagsbóta að segja ósatt. Þagnarregluna tel ég vera setta til þess að bæta hag hins fjárhagslega sterka í þjóðfélaginu. Hagsmunir einstaklings meðal almennings er nær alltaf að ekkert sé falið undir borðum. Það er höfuðatriði fyrir almenning í þessu landi að dómari geti kallað eftir öllum sönnunargögnum í málinu og geri það. Auk þess þarf að liðka fyrir skriflegum málflutningi. Enn má nefna margar gildrur og alls konar lagaklæki. Sjálfsagt mætti skrifa heila bók eða bækur um það allt saman. Sem eitt dæmi þá getur félítill aðili, sem höfðar mál gagnvart öðrum, lent í því þegar í upphafi málarekstrarins að vera krafinn um svokallaða málskostnaðartryggingu sem gæti numið milljónum króna fyrir hugsanlegum málskostnaði, tapi hann málinu. Tryggingin liggur þá föst í dómnum þangað til dómur er kveðinn upp, jafnvel einhverjum árum síðar og verður því ekki notuð í annað meðan málareksturinn stendur yfir. Setji hann ekki trygginguna er málinu umsvifalaust vísað frá. Þurfi hann að áfrýja dómi getur hinn sterki reynt að koma í veg fyrir það með því að beita svokallaðri löggeymslu sem er í raun ekkert annað en hótun um að koma honum í gjaldþrot nema hann setji milljóna króna tryggingu. Mér skilst að upphaflega hafi frumvarpið að lögunum um málskostnaðartryggingu verið rökstutt með því að verið væri að losna við aðila úr dómskerfinu sem væru að reka tilgangslaus mál. Ég held ég geti fullyrt að aldrei hafi verið dæmt út frá því heldur einungis litið til þess hvort aðilinn væri álitinn borgunarmaður. Ég get ekki betur séð en að þarna sé í íslenska dómskerfinu verið að leggja að jöfnu að vera félítill og reka tilgangslaust mál. Sé höfðað gjaldþrotamál vegna ógreiddrar skuldar gegn einhverjum þarf viðkomandi að greiða einhver hundruð þúsunda króna fyrir. Þegar um löggeymslu er að ræða þarf kröfuhafinn hins vegar aðeins að greiða nokkra tugi þúsunda enda er kröfuna einungis unnt að gera gagnvart fólki í lægri tekjuskala þjóðfélagsins. Höfuðatriði er að losna við svona löggjöf úr dómskerfinu. Taka frekar upp í staðinn að dómari geti vísað frá máli strax eftir að stefna og greinargerð stefnda hafa verið lögð fram ef öll líkindi eru á að reynt sé að nota dómsmálið til þess að ofsækja hinn aðila þess. Í þeirri aðferð felst að minnsta kosti meiri jöfnuður Höfuðatriði er að hætt verði í íslenskri löggjöf að leggja að jöfnu peningaleysi og tilgangslaus mál og lagfæra lögin þar sem það hefur þegar verið gert. Reyndar er til eins konar dómskerfi sem er að því er virðist eingöngu ætlað almenningi. Það samanstendur af ýmsum, að því er virðist, ósamstæðum úrskurðarnefndum. Mér finnst það sýna vanvirðingu Alþingis á almenningi að einkenni þeirra er jafnvel oftast að fulltrúar hins aðila málsins sitja í dómnum. Sem dæmi má nefna að í úrskurðarnefnd um tryggingarmál sitja fulltrúar tryggingarfélaganna. Forsætisráðherra skipar úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðum hennar er ekki unnt að skjóta til æðra dómstigs. Eingöngu læknar hjá landlæknisembættinu rannsaka hugsanleg mistök lækna. Ekki virðist mikið eftirlit með því hvort fyrrverandi starfsfélagar þeirra hafi verið viðriðnir málið. Dæmi munu vera um að þolendur frétti af því eftir á. Höfuðatriði er að ofangreint kerfi sé samræmt, fært inn í dómskerfið, betur hugað að hlutleysi og að dómari sitji að minnsta kosti í forsæti. Við búum við dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið eins og það var 1950 – 1970, það er fyrir 50 – 70 árum síðan. Það er löngu fyrir tölvuöld eins og við þekkjum hana. Þetta hefur áhrif á kostnað, hugsunarhátt í dómsúrskurðum og val á eðlilegum sönnunargögnum sem getur leitt til skrýtinna dóma. Sem dæmi um skrýtna dóma má nefna að í ákveðnu dómsmáli voru svokallaðar undirritaðar greiðsluviðurkenningar teknar fram fyrir bankafærslur sem sönnun fyrir greiðslum. Sem dæmi um kostnað af þessum orsökum má nefna að í raun eru yfirleitt engar ákvarðanir teknar í dómsmáli eða gögn lögð fram nema málflytjendur og dómari og einnig dómritari hittist í dómsal í svokölluðum þinghöldum þar sem hvert þeirra kostar hvorn aðila fyrir sig yfirleitt tugi þúsunda í hvert sinn þótt algengt sé að þau standi hvert fyrir sig aðeins yfir í 10 - 30 mínútur. Tími lögmannsins sem fer í bílferðirnar til og frá dómhúsinu kostar nefnilega einnig sitt. Þetta er gert á tímum tölva og alls konar fjarfundabúnaðar. Algengt er að þessi kostnaður nemi milljónum króna fyrir hvorn aðila fyrir sig í einu og sama dómsmálinu. Athuga þarf að dómarinn á að dæma eftir lögunum þar sem ekkert stendur um að hafa eigi réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi þar sem áherslan geti verið á lög sem eru andstæð réttlætisvitund almennings. Sem dæmi má nefna að í ákveðnu máli þótti ekkert athugavert við það að sá sem titlaður var framkvæmdastjóri í fyrirtækinu segðist vera einkaaðili sem hirti tekjur þess þrátt fyrir það að allar greiðslurnar kæmu sannanlega úr fyrirtækinu sjálfu. Í dómsforsendum er tilhneiging til að tilgreina einkum þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalla lítt um meginrök og sannanir þess sem dæmt er í mót og sleppa þeim jafnvel alveg. Það gefur dómaranum þann möguleika að geta valið sér sönnun eða sannanir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum eins og þær væru ekki til. Það er afgerandi atriði í því að auðvelt sé að dæma hverjum sem er í vil. Og hvorum aðilanum telur lesandinn að sé þá tilhneiging til að dæma í vil? Það er höfuðatriði fyrir almenning í þessu landi að dómari verði undantekningalaust að skýra báðar hliðar málsins í dómsforsendum. Þá er honum gert mun erfiðara að dæma hverjum sem er í vil. Auðvitað þarf að taka á miklu fleiri atriðum í dómskerfinu. Ég vil aðeins drepa á nokkur atriði í viðbót. Bæta þarf samræmi í dómum. Það getur orðið erfitt vegna tilhneigingar dómara að sleppa sönnunum og röksemdum þess sem dæmt er í mót eins og bent hefur verið á hér að ofan. Þetta er enn eitt höfuðatriðið fyrir almenning í þeirri viðleitni að koma á meira jafnræði í dómskerfinu. Dómskerfið og lagasetningar varðandi það verða að vera í samræmi við þjóðfélags- og tæknibreytingar á hverjum tíma en ekki eins og tíðkast hefur að „kippt sé í spottann“ á 50 - 70 ára fresti og þá eingöngu „horft í baksýnisspegilinn“ sem virðist hafa einkennt síðustu lagfæringar þar sem gengið er svo langt ofan á allt annað að því hefur verið sleppt að taka tillit til þróunarinnar síðustu 20-30 árin á undan. Vegna sífellt hraðari breytinga í þjóðfélaginu er þetta sífellt mikilvægara að vinda sér í. Vanþekking dómara á þjóðfélaginu er orðið vandamál sem þarf að leysa með aðstoðarmönnum með margs konar bakgrunn sem aðeins fengju greitt tímagjald meðan þeir eru í vinnu við verkefnið. Dómskerfið er eins og er miðað við miklu einfaldara þjóðfélag, það sem var á árunum 1950 - 1970. Dómarar nútímans þurfa meðal annars að vera vel að sér í stærðfræði, bókhaldi, sálfræði, þjóðfélagsfræði og vera vel heima í hinum ólíku viðskiptabrönsum víðs vegar um þjóðfélagið. Hin svokallaða gjafsókn sem út af fyrir sig er góð hugmynd en stendur varla undir nafni þar sem þiggjandinn verður að vera á lægri launum en lægstu grunnlaun stéttarfélaga kveða á um og þarf þrátt fyrir heitið að greiða töluverðan kostnað sjálfur þar á meðal óvæntan kostnað. Þar bíður mikið þróunarstarf við að rétta hlut almennings Og svona má lengi telja upp. Niðurstaða þessarar greinar er sú að dómsmálaráðherrann þarf að hætta að líta á sig sem varðhund löngu úrelts kerfis og láta hendur standa fram úr ermum til hagsbóta fyrir almenning sem orðið hefur undir í dómskerfinu hingað til. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun