Markið gerði Lewis-Skelly að þeim yngsta til að skora í frumraun fyrir England, en hann var aðeins átján ára og 176 daga gamall í leiknum gegn Albaníu gær, sem endaði með 2-0 sigri.
Metið hefur verið í eigu Marcus Rashford, sem var einnig í liði Englands í gær, síðan hann skoraði í fyrsta landsleiknum gegn Ástralíu í maí 2016, þá átján ára og 209 daga gamall.
„Ég er orðlaus. Ég er svo þakklátur þjálfaranum, fyrir traustið sem hann sýndi mér, og liðsfélögum mínum. Þeir veittu mér mikið traust og ég er ánægður að geta endurgoldið það. Aðdáendurnir létu mér líka líða stórkostlega og ég þakka þeim fyrir það“ sagði Lewis-Skelly í viðtali eftir leik.
Hann byrjaði almennilega að geta sér nafns í desember síðastliðnum og hefur heillað mikið með sínum frammistöðum síðan þá. Fyrsta mark hans fyrir Arsenal kom svo í síðasta mánuði gegn Englandsmeisturum Man. City.
Myles Lewis-Skelly in the last six months:
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 21, 2025
🏟 Makes Premier League debut
⚽ Scores first Premier League goal
🤩 Makes Champions League debut
👕 Becomes an Arsenal regular
🧢 Receives first England cap
🏴 Scores first goal for England
He's living the dream. pic.twitter.com/FKlR7wQ3ER