Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2025 11:02 Stefán Teitur í leik með íslenska landsliðinu vísir/Anton Stefán Teitur Þórðarson var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Íslands gegn Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta líkt og hver einasti leikmaður í landsliðinu hefði verið. Hann metur möguleikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að samstaða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Kósovó ytra 2-1 og þarf því að vinna upp eins marks forystu í seinni leik liðanna hér í Murcia á morgun. Stefán Teitur, sem leikur með Preston North End í ensku B-deildinni byrjaði á bekknum en kom inn í seinni hálfleik og metur frammistöðu liðsins í leiknum kaflaskipta. „Fyrri hálfleikur var flottur, við vorum að setja það sem að Arnar vill inn í liðið nokkuð vel. Vorum að finna miðjumennina ágætlega og markið sem við skoruðum var frábært. Virkilega vel gert hjá Ísaki og Orra. Við hefðum þurft að gera meira af þessu en þetta tekur smá tíma. Við þurfum að læra mjög hratt og við þurfum bara að fullkomna það sem við eigum að gera í næsta leik.“ Líkt og aðrir leikmenn liðsins hefðu verið var Stefán Teitur svekktur með að byrja á bekknum í fyrsta landsleik Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Já hundrað prósent svekktur en svona er þetta. Miðjan er ein af þeim stöðum hjá okkur núna sem er gríðarleg samkeppni í. Við erum með marga leikmenn sem eru að spila mjög vel í sínum félagsliðum. Svona er þetta bara, maður þarf að vera klár og ég tel að við komum allir inn í landsliðsverkefni með það hugarfar að það er hópurinn sem skilar okkur langt. Það sást í fyrri leiknum að við þurfum að vera klárir þegar að við komum inn á og reyna að breyta leikjum. Því miður gerðist það ekki þannig séð í fyrri leiknum en við þurfu bara að halda áfram. “ Klippa: Stefán svekktur en segir samkeppnina mikla Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni, þar sem að hann ræðir möguleika Íslands fyrir seinni leikinn, innkomu Arnars Gunnlaugssonar og endurkomu Jóhanns Bergs sem og félagsliðaboltann í Englandi með Preston North End má sjá hér fyrir neðan. Seinni leikur Íslands og Kósovó í umspili fyrir sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun og hefst klukkan fimm. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan hálf fimm.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira