Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 11:38 Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi á tólfta tímanum í gær. Vísir/Kolbeinn Tumi Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira