Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar 22. mars 2025 13:02 Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun