Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2025 14:04 Að sjálfssögðu mætti eiginmaður Höllu, Björn Skúlason með henni á Búnaðarþingið en þau eru hér með framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Margréti Ágústu Sigurðardóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira