„Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 19:21 Jón Dagur Þorsteinsson fór yfir málin í leikslok. Getty/Michael Steele Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var eðlilega súr og svekktur eftir 3-1 tap Íslands gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er fallið úr B-deild. „Ég held bara í báðum teigum vallarins,“ sagði Jón Dagur þegar hann var spurður að því hvar leikurinn fór frá íslenska liðinu. „Við byrjum vel, en náum ekki að fylgja því eftir. Mér fannst nokkrir spilkaflar inn á milli fínt. Ég er svosem ekki búinn að sjá þetta aftur, en mér fannst við gefa þeim ódýr mörk og ekki taka okkar sénsa. Mér fannst við á báðum endum valllarins ekki nógu góðir.“ Klippa: Jón Dagur eftir tapið í Murcia Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sex breytingar á byrjunarliði Íslands frá fyrri leiknum gegn Kósovó og fengu nokkrir leikmenn að spreyta sig í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila í. „Ég held að það sé svosem ekkert ástæðan. Ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur og kannski erfitt fyrir mig að dæma hvað gerðist. Ég þarf bara að sjá það seinna.“ Hann segist þó vera ánægður með það að hafa fengið að spila allan leikinn eftir erfiðar vikur hjá félagsliði sínu, Hertha BSC í Þýskalandi. „Maður er búinn að vera að bíða eftir því að fá að spila og búinn að sitja á bekknum helvíti lengi þarna í Berlín. Það er náttúrulega bara viðbjóður, en bara virkilega gott fyrir mig sjálfan að fá að spila fótbolta aftur.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar segist Jón vera spenntur fyrir framhaldinu. Hann meti upphafið á samstarfinu á jákvæðum nótum. „Bara vel. Það tekur alltaf tíma að ná því besta með nýjum þjálfara. Hann þarf að finna sitt besta lið og við þurfum að læra inn á hann. Ég held að við höfum fengið tvo eða þrjá daga með honum fyrir fysta leik þannig það er kannski erfitt að ná því besta úr liðinu strax. En mér lýst bara vel á þetta og framtíðin er björt.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Leik lokið: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Sjá meira
„Ég held bara í báðum teigum vallarins,“ sagði Jón Dagur þegar hann var spurður að því hvar leikurinn fór frá íslenska liðinu. „Við byrjum vel, en náum ekki að fylgja því eftir. Mér fannst nokkrir spilkaflar inn á milli fínt. Ég er svosem ekki búinn að sjá þetta aftur, en mér fannst við gefa þeim ódýr mörk og ekki taka okkar sénsa. Mér fannst við á báðum endum valllarins ekki nógu góðir.“ Klippa: Jón Dagur eftir tapið í Murcia Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sex breytingar á byrjunarliði Íslands frá fyrri leiknum gegn Kósovó og fengu nokkrir leikmenn að spreyta sig í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila í. „Ég held að það sé svosem ekkert ástæðan. Ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur og kannski erfitt fyrir mig að dæma hvað gerðist. Ég þarf bara að sjá það seinna.“ Hann segist þó vera ánægður með það að hafa fengið að spila allan leikinn eftir erfiðar vikur hjá félagsliði sínu, Hertha BSC í Þýskalandi. „Maður er búinn að vera að bíða eftir því að fá að spila og búinn að sitja á bekknum helvíti lengi þarna í Berlín. Það er náttúrulega bara viðbjóður, en bara virkilega gott fyrir mig sjálfan að fá að spila fótbolta aftur.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar segist Jón vera spenntur fyrir framhaldinu. Hann meti upphafið á samstarfinu á jákvæðum nótum. „Bara vel. Það tekur alltaf tíma að ná því besta með nýjum þjálfara. Hann þarf að finna sitt besta lið og við þurfum að læra inn á hann. Ég held að við höfum fengið tvo eða þrjá daga með honum fyrir fysta leik þannig það er kannski erfitt að ná því besta úr liðinu strax. En mér lýst bara vel á þetta og framtíðin er björt.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Leik lokið: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Sjá meira
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49
Leik lokið: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48