Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 22:31 Alba Redondo skoraði opnunarmark leiksins. Diego Souto/Getty Images Eftir fimm ár og átján töp í röð tókst kvennaliði Real Madrid í fyrsta sinn í dag að sigra sinn helsta keppinaut Barcelona. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona, sem gerir sigurinn enn merkilegri í augum margra. Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum. Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum.
Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira