Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 22:31 Alba Redondo skoraði opnunarmark leiksins. Diego Souto/Getty Images Eftir fimm ár og átján töp í röð tókst kvennaliði Real Madrid í fyrsta sinn í dag að sigra sinn helsta keppinaut Barcelona. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona, sem gerir sigurinn enn merkilegri í augum margra. Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum. Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Alba Redondo skoraði opnunarmarkið fyrir Madrídinga en Caroline Graham Hansen jafnaði fyrir hálfleik. Barcelona skoraði mark í seinni hálfleik sem fékk ekki að standa. Bæði mörkin sem Real Madrid skoraði á lokamínútum leiksins fengu hins vegar að standa og Madrídingar fögnuðu 1-3 sigri. 💣 ¡TENEMOS POLÉMICA!🧐 El gol anulado al @FCBfemeni 🔵🔴 BAR 1-1 RMA ⚪️⚪️#LigaFenGol pic.twitter.com/98yMg0vez8— GOL PLAY (@Gol) March 23, 2025 Weir volta a colocar o Real na frente 😮💨@LigaF_oficial | @FCBfemeni 1 x 2 @realmadridfem #DAZNLigaF pic.twitter.com/Z2kSxyZxzq— DAZN Portugal (@DAZNPortugal) March 23, 2025 „Þetta er sérstök stund. El Clásico er kallaðar sá klassíski af ástæðu, frábært andrúmsloft og stórkostlegt að spila hér á Montjuic í dag… Við höfðum alltaf trú á því [að við gætum unnið Barcelona], við erum með frábært lið. Þær eru frábærar fram á við en við höfum alltaf trú á því að við getum unnið alla leiki. Við ætlum að fagna fyrsta sigrinum vel og innilega“ sagði markaskorarinn Alba Redondo við DAZN eftir leik. Yfirburðir Börsunga undanfarin ár Barcelona hefur verið algjört yfirburðalið í spænska kvennaboltanum undanfarin ár og unnið fimm deildartitla í röð. Þrjá af þeim titlum vann liðið án þess að tapa leik, þar af eitt tímabil þar sem Barcelona vann hvern einasta leik. Frá því að Real Madrid hóf keppni í kvennaboltanum árið 2020 hefur liðið alltaf verið eitt af efstu þremur í deildinni en markmiðin hjá stórliðinu eru titlar, sem hafa ekki enn skilað sér. Nú er hins vegar tækifæri til að gera atlögu, því eftir úrslit dagsins munar aðeins fjórum stigum munar á Barcelona í efsta sætinu og Real Madrid í öðru sætinu. Linda Caicedo skoraði þriðja mark Madrídinga í uppbótartíma. Manuel Queimadelos/Quality Sport Images/Getty Images Auk þess gæti Real Madrid verið á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn, liðið er allavega í góðri stöðu eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í fyrri leik einvígisins. Tveir titlar sem standa enn til boða, en spænski bikarinn er úr myndinni þar til á næsta tímabili eftir tap gegn Barcelona í undanúrslitum.
Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira