Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 11:08 Jón Gnarr tók mynd af skemmdarverkunum sem unnin voru á Teslunni í nótt. Búið er að merkja bílinn með fasista-límmiða. Instagram/Vilhelm Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum. Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum.
Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent