Í þættinum hittir Baldur meðal annars Heimi Guðjónsson þjálfara en hann fagnar 20 ára afmæli sem þjálfari í sumar. Sem leikmaður skoraði Heimir ekki mikið en hann segist hafa verið um 90 mörkum frá 100 marka veggnum í Krikanum.
Einnig er tekið hús á mönnunum bak við tjöldin en yfirmaður knattspyrnumála er Davíð Þór Viðarsson, fyrrum lærisveinn Heimis. Sá segist enn eiga eftir að borga Heimi fyrir öll hlaupin á meðan hann var að spila.
Þátturinn er á dagskrá klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.