Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. mars 2025 07:03 Jakob Ingebrigtsen verður í dag sá fyrsti af systkinunum sjö til að bera vitni í máli gegn föður sínum, Gjert. vísir Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. Átta ákærur alls en tvær eftir Alls hefur Gjert verið ákærður átta sinnum frá því að þrír synir hans (Henrik, Jakob og Filip) stigu fyrstir fram árið 2022 og sögðu frá ofbeldi föður síns. Hann hefur alla tíð neitað sök. Fimm ákærur voru látnar falla niður vegna skorts á sönnunargögnum og eitt málið fyrndist. Eftir standa tvær ákærur. Annars vegar er Gjert sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína (Ingrid) líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ingrid Ingebrigtsen er næst yngst af systkinunum. Gjert er sagður hafa svipuslegið hana með handklæði, sem var ástæða þess að strákarnir ákváðu að hætta með föður sinn sem þjálfara, stíga fram og segja frá. Einnig á hann að hafa barið hana í bringuna, og læst hana inni þegar hún vildi hætta í hlaupum. Hins vegar er Gjert sakaður um að hafa beitt son sinn (Jakob) líkamlegu og andlegu ofbeldi yfir tíu ára tímabil frá 2008-18. Gjert er meðal annars sagður hafa sparkað syni sínum af vespu þegar hann var átta ára gamall, hótað honum hörðum barsmíðum eftir slæm úrslit á EM ungmenna, og ítrekað slegið son sinn í höfuðið þegar hann hagaði sér illa í skóla. Reiknað er með að málsmeðferð muni taka átta vikur og niðurstaða á að liggja fyrir þann 16. maí. Hámarksrefsing fyrir heimilisofbeldi af þessu tagi er sex ára fangelsi. Eitt stærsta mál sinnar tegundar Málið hefur vakið gríðarlega athygli frá því að það kom upp fyrst árið 2022, enda er Ingebrigtsen nafnið það þekktasta í frjálsíþróttaheiminum, svipað og Williams-systur í tennis, Klitschko-bræður í boxi, Ball-fjölskyla eða Manning-fjölskyldan í amerískum fótbolta. Jakob, Filip og Henrik stigu fyrstir fram af systkinunum. Þeir hafa unnið til verðlauna á EM, HM og Ólympíuleikum, svo fáeitt svo nefnt. Lise Åserud / NTB Réttarhöldin fara fram fyrir opnum dyrum, sem lögmaður Gjert mótmælti harðlega og sagði þá þegar búið að dæma Gjert sekan í fjölmiðlum. Tvö fjölmiðlaherbergi eru samtengd dómsalnum og fjöldi erlendra miðla fylgja málinu eftir. Fimmtán lögregluþjónar hafa rannsakað málið undanfarin ár, sem hefur sætt gagnrýni þar sem það er mun meira en almennt tíðkast í heimilisofbeldismálum í Noregi. Fjölskyldan splundruð Ingebrigtsen börnin eru sjö talsins: Kristoffer (36 ára), Henrik (34), Filip (31), Martin (30), Jakob (24), Ingrid (19) og William (10). Þau munu öll bera vitnisburð í málinu en Martin er sá eini sem hefur opinberlega tekið hlið föður síns og varið hann gegn ásökunum um ofbeldi. Tone og Gjert Ingebrigtsen. Móðir barnanna og eiginkona Gjert, Tone Ingebrigtsen, hefur einnig staðið með honum. Hún mun bera vitni í málinu eftir mánuð en má ekki mæta í dómsal og fylgjast með málinu þangað til. Eftir að bræðurnir stigu fram fór Gjert að þjálfa þeirra helsta keppinaut, Narve Gilje Nordas, sem er einnig einn af 34 aðilum á vitnaskrá. Jakob ber vitnisburð í dag Jakob verður sá fyrsti af börnunum til að bera vitnisburð þegar hann mætir í dómsalinn í dag, tveimur dögum eftir að hafa unnið tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss. Hin börnin munu bera vitni í næstu viku. Skýlir sér bak við raunveruleikaþættina Gjert lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákærurnar voru taldar upp í gær, hann fær síðan ekki að taka til máls aftur fyrr en í næstu viku. Vörn hans byggir að mestu á myndefni úr Team Ingebrigtsen, raunveruleikaþáttum um líf fjölskyldunnar eftir frá 2016-21, sem skarast á við þann tíma sem ofbeldið á að hafa gerst. Allur fyrsti þátturinn úr seríunni var sýndur í dómsalnum í gær til að sýna svipmynd af fjölskyldunni, sem er vægast sagt óvenjuleg enda snýst líf þeirra að eiginlega öllu leiti um hlaup Team Ingebrigtsen voru vinsælir raunveruleikaþættir. „Ásakanir um heimilisofbeldi eiga sér enga stoð því myndavélar fylgdu fjölskyldunni daglega, á æfingum, í fríum og í daglegu lífi. Ef ofbeldi hefði átt sér stað hefði fljótt komist upp um það“ sagði Heidi Reisvang, verjandi Gjert, sem tók einnig fram að ekki væri um venjulega fjölskyldu að ræða og lagði áherslu á að hann hafi verið þjálfari barnanna. Orð gegn orði Ríkissaksóknarinn, Angjerd Kvernenes, sagði þættina ekki sýna allt sem gekk á í lífi fjölskyldunnar og gaf lítið fyrir áherslu verjandans á þjálfarastarf föðursins. „Málið snýst um hvort faðir hafi beitt börnum sínum ofbeldi. Þetta snýst ekki um hversu langt þjálfari má ganga til að ná því besta út úr íþróttamanni… Niðurstaðan verður að mestu byggð á vitnisburði, og að litlu leiti öðrum sönnunargögnum. Þetta mun snúast um að meta trúverðugleika vitnisframburðanna.“ Umfjöllun Vísis er byggð á umfjöllun norska ríkismiðilsins NRK en einnig samantektum New York Times, Yahoo Sports, Associated Press og RÚV. Noregur Frjálsar íþróttir Hlaup Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Átta ákærur alls en tvær eftir Alls hefur Gjert verið ákærður átta sinnum frá því að þrír synir hans (Henrik, Jakob og Filip) stigu fyrstir fram árið 2022 og sögðu frá ofbeldi föður síns. Hann hefur alla tíð neitað sök. Fimm ákærur voru látnar falla niður vegna skorts á sönnunargögnum og eitt málið fyrndist. Eftir standa tvær ákærur. Annars vegar er Gjert sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína (Ingrid) líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ingrid Ingebrigtsen er næst yngst af systkinunum. Gjert er sagður hafa svipuslegið hana með handklæði, sem var ástæða þess að strákarnir ákváðu að hætta með föður sinn sem þjálfara, stíga fram og segja frá. Einnig á hann að hafa barið hana í bringuna, og læst hana inni þegar hún vildi hætta í hlaupum. Hins vegar er Gjert sakaður um að hafa beitt son sinn (Jakob) líkamlegu og andlegu ofbeldi yfir tíu ára tímabil frá 2008-18. Gjert er meðal annars sagður hafa sparkað syni sínum af vespu þegar hann var átta ára gamall, hótað honum hörðum barsmíðum eftir slæm úrslit á EM ungmenna, og ítrekað slegið son sinn í höfuðið þegar hann hagaði sér illa í skóla. Reiknað er með að málsmeðferð muni taka átta vikur og niðurstaða á að liggja fyrir þann 16. maí. Hámarksrefsing fyrir heimilisofbeldi af þessu tagi er sex ára fangelsi. Eitt stærsta mál sinnar tegundar Málið hefur vakið gríðarlega athygli frá því að það kom upp fyrst árið 2022, enda er Ingebrigtsen nafnið það þekktasta í frjálsíþróttaheiminum, svipað og Williams-systur í tennis, Klitschko-bræður í boxi, Ball-fjölskyla eða Manning-fjölskyldan í amerískum fótbolta. Jakob, Filip og Henrik stigu fyrstir fram af systkinunum. Þeir hafa unnið til verðlauna á EM, HM og Ólympíuleikum, svo fáeitt svo nefnt. Lise Åserud / NTB Réttarhöldin fara fram fyrir opnum dyrum, sem lögmaður Gjert mótmælti harðlega og sagði þá þegar búið að dæma Gjert sekan í fjölmiðlum. Tvö fjölmiðlaherbergi eru samtengd dómsalnum og fjöldi erlendra miðla fylgja málinu eftir. Fimmtán lögregluþjónar hafa rannsakað málið undanfarin ár, sem hefur sætt gagnrýni þar sem það er mun meira en almennt tíðkast í heimilisofbeldismálum í Noregi. Fjölskyldan splundruð Ingebrigtsen börnin eru sjö talsins: Kristoffer (36 ára), Henrik (34), Filip (31), Martin (30), Jakob (24), Ingrid (19) og William (10). Þau munu öll bera vitnisburð í málinu en Martin er sá eini sem hefur opinberlega tekið hlið föður síns og varið hann gegn ásökunum um ofbeldi. Tone og Gjert Ingebrigtsen. Móðir barnanna og eiginkona Gjert, Tone Ingebrigtsen, hefur einnig staðið með honum. Hún mun bera vitni í málinu eftir mánuð en má ekki mæta í dómsal og fylgjast með málinu þangað til. Eftir að bræðurnir stigu fram fór Gjert að þjálfa þeirra helsta keppinaut, Narve Gilje Nordas, sem er einnig einn af 34 aðilum á vitnaskrá. Jakob ber vitnisburð í dag Jakob verður sá fyrsti af börnunum til að bera vitnisburð þegar hann mætir í dómsalinn í dag, tveimur dögum eftir að hafa unnið tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss. Hin börnin munu bera vitni í næstu viku. Skýlir sér bak við raunveruleikaþættina Gjert lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákærurnar voru taldar upp í gær, hann fær síðan ekki að taka til máls aftur fyrr en í næstu viku. Vörn hans byggir að mestu á myndefni úr Team Ingebrigtsen, raunveruleikaþáttum um líf fjölskyldunnar eftir frá 2016-21, sem skarast á við þann tíma sem ofbeldið á að hafa gerst. Allur fyrsti þátturinn úr seríunni var sýndur í dómsalnum í gær til að sýna svipmynd af fjölskyldunni, sem er vægast sagt óvenjuleg enda snýst líf þeirra að eiginlega öllu leiti um hlaup Team Ingebrigtsen voru vinsælir raunveruleikaþættir. „Ásakanir um heimilisofbeldi eiga sér enga stoð því myndavélar fylgdu fjölskyldunni daglega, á æfingum, í fríum og í daglegu lífi. Ef ofbeldi hefði átt sér stað hefði fljótt komist upp um það“ sagði Heidi Reisvang, verjandi Gjert, sem tók einnig fram að ekki væri um venjulega fjölskyldu að ræða og lagði áherslu á að hann hafi verið þjálfari barnanna. Orð gegn orði Ríkissaksóknarinn, Angjerd Kvernenes, sagði þættina ekki sýna allt sem gekk á í lífi fjölskyldunnar og gaf lítið fyrir áherslu verjandans á þjálfarastarf föðursins. „Málið snýst um hvort faðir hafi beitt börnum sínum ofbeldi. Þetta snýst ekki um hversu langt þjálfari má ganga til að ná því besta út úr íþróttamanni… Niðurstaðan verður að mestu byggð á vitnisburði, og að litlu leiti öðrum sönnunargögnum. Þetta mun snúast um að meta trúverðugleika vitnisframburðanna.“ Umfjöllun Vísis er byggð á umfjöllun norska ríkismiðilsins NRK en einnig samantektum New York Times, Yahoo Sports, Associated Press og RÚV.
Noregur Frjálsar íþróttir Hlaup Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni