Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2025 13:32 Kristbjörg segir óumbeðnar ráðleggingar um fegrunaraðgerðir geta haft áhrif á sjálfstraust fólks. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum. Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness) Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn Sjá meira
Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn Sjá meira