Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 14:21 Frans páfi við glugga Gemelli-sjúkrahússins í Róm áður en hann sneri heim í Páfagarð á sunnudaginn. AP/Riccardo De Luca Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn. Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti. Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti.
Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24
Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35