Eftir nokkuð varfærnislegan fyrsta leikhluta má segja að allt hafi verið í járnum. Heimaliðið gaf í 2. leikhluta og leiddi með sex stigum í hálfleik.
Í síðari hálfleik virtist sem heimamenn væru að stinga af en gestirnir frá Berlín komu til baka og munurinn þrjú stig þegar átta sekúndur voru til loka þriðja leikhluta.
Brandon Davies with the steal and SLAM 💪#MotorolaMagicMoment I @Moto pic.twitter.com/R4FtXK1X8f
— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 25, 2025
Heimaliðið fékk hins vegar tvö vítaskot og munurinn fimm stig fyrir fjórða leikhluta. Þar átti Alba Berlín aldrei möguleika, lokatölur 85-71.
Martin Hermannsson verður ekki sakaður um að leggja ekki sitt á vogarskálarnar í kvöld. Hann gaf hverja stoðsendinguna á fætur annarri og endaði með 13 talsins í kvöld. Enginn annar komst nálægt honum í þeim tölfræðiflokknum. Ofan á það skoraði Martin fjögur stig og tók jafnframt fjögur fráköst.
Þegar 30 leikir eru búnir hefur Alba Berlín aðeins unnið fimm og því tapað 25 leikjum. Liðið er í botnsæti Evrópudeildarinnar, tveimur sigrum frá næsta liði.