Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir, Eiríkur Svavarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Heiðbrá Ólafsdóttir, Jakob Frímann Magnússon og Þorsteinn Sæmundsson skrifa 26. mars 2025 09:01 Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Jakob Frímann Magnússon Þorsteinn Sæmundsson Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun