Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2025 11:02 Reynisfjall og Vík í Mýrdal. Jóhann K. Jóhannsson Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags. „Markmið þessarar viljayfirlýsingar er að stuðla að framkvæmd ganga í gegnum Reynisfjall, sem munu bæta öryggi samgangna, stytta ferðatíma og stuðla að aukinni hagkvæmni í samgöngukerfi landsins,” segir í drögum að yfirlýsingunni sem verið er að kynna í viðkomandi sveitarstjórnum. Þar segir að Summa lýsi yfir vilja sínum til að vinna með sveitarfélögunum að framgangi verkefnisins, meðal annars með því að koma að fjármögnun þeirra í fyllingu tímans með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru. „Aðilar eru sammála um að verkefnið muni bæta öryggi vegfarenda með því að útrýma hættulegum köflum á núverandi vegi og stytta ferðatíma milli svæða og bæta aðgengi að þjónustu. Auk þess mun verkefnið styðja við efnahagslega uppbyggingu svæðisins og efla ferðaþjónustu auk þess að draga úr umhverfisáhrifum með bættri vegtengingu og skilvirkari akstri,” segir í drögum að yfirlýsingunni. Reynisfjallsgöng eru umdeild meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019: Í drögum viljayfirlýsingarinnar sem núna er verið að undirbúa segir ennfremur: „Framkvæmdin hefur jákvæð samfélagsleg áhrif út fyrir Mýrdalshrepp og hún myndi þannig ryðja úr vegi helsta farartálma á Suðurlandsvegi og auðvelda öllum þeim sem þurfa að sækja sér þjónustu um langan veg að gera það með öruggum hætti.” Fram kemur að Summa rekstrarfélag hafi starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Summa hafi einnig viðbótarstarfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og hafi um tíu ára skeið rekið innviðasjóði sem hafi það að markmiði að fjárfesta í innviðum á Íslandi. Hluthafar Innviða II séu nítján íslenskir lífeyrissjóðir og eitt tryggingafélag og nemi hlutafé um ellefu milljörðum. Fjárfestingargeta sjóðsins sé þó mun meiri því gert sé ráð fyrir meðfjárfestingum hluthafa í gögnum sjóðsins. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin kæmi skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason Samkvæmt drögunum eru hefðbundnir fyrirvarar í viljayfirlýsingunni, svo sem um áreiðanleikakannanir, þar með talið mati á kostnaði við framkvæmdina, og frekari útfærslu á samningum við ríkið og stofnanir þess. Viljayfirlýsingin sé því ekki skuldbindandi. „Horft er til þess íslenska ríkið muni, eftir atvikum, leggja fram fjármagn til undirbúnings og hönnunar verkefnisins, auk hlutfalls af framkvæmdarkostnaði, í samræmi við lög um samgönguverkefni og opinberar framkvæmdir.” Næstu skref geri ráð fyrir því að Summa og sveitarfélögin útfæri nánara samkomulag um framgang verkefnisins. Fundað verði með innviðaráðherra til að kynna og fara yfir málið. Markmiðið sé að grunnundirbúningsvinnu og hagkvæmniathugun verði lokið á árinu 2025. Útlínur framkvæmdar og fjármögnunar liggi fyrir á fyrri hluta 2026 og stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2027. Í drögunum kemur fram að gert sé ráð fyrir að eftirtaldir undirriti viljayfirlýsinguna: Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu, Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Sigurjón Andrésson, sveitarstjóri Hornafjarðar, og Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Í þættinum Um land allt árið 2019 um Mýrdalshrepp mátti einnig heyra ólík sjónarmið: Tengd skjöl Viljayfirlýsing_21PDF96KBSækja skjal Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Ferðaþjónusta Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. 15. júlí 2020 20:41 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum "Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. 1. desember 2019 15:30 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Markmið þessarar viljayfirlýsingar er að stuðla að framkvæmd ganga í gegnum Reynisfjall, sem munu bæta öryggi samgangna, stytta ferðatíma og stuðla að aukinni hagkvæmni í samgöngukerfi landsins,” segir í drögum að yfirlýsingunni sem verið er að kynna í viðkomandi sveitarstjórnum. Þar segir að Summa lýsi yfir vilja sínum til að vinna með sveitarfélögunum að framgangi verkefnisins, meðal annars með því að koma að fjármögnun þeirra í fyllingu tímans með þeim fyrirvörum sem tilgreindir eru. „Aðilar eru sammála um að verkefnið muni bæta öryggi vegfarenda með því að útrýma hættulegum köflum á núverandi vegi og stytta ferðatíma milli svæða og bæta aðgengi að þjónustu. Auk þess mun verkefnið styðja við efnahagslega uppbyggingu svæðisins og efla ferðaþjónustu auk þess að draga úr umhverfisáhrifum með bættri vegtengingu og skilvirkari akstri,” segir í drögum að yfirlýsingunni. Reynisfjallsgöng eru umdeild meðal Mýrdælinga, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019: Í drögum viljayfirlýsingarinnar sem núna er verið að undirbúa segir ennfremur: „Framkvæmdin hefur jákvæð samfélagsleg áhrif út fyrir Mýrdalshrepp og hún myndi þannig ryðja úr vegi helsta farartálma á Suðurlandsvegi og auðvelda öllum þeim sem þurfa að sækja sér þjónustu um langan veg að gera það með öruggum hætti.” Fram kemur að Summa rekstrarfélag hafi starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Summa hafi einnig viðbótarstarfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og hafi um tíu ára skeið rekið innviðasjóði sem hafi það að markmiði að fjárfesta í innviðum á Íslandi. Hluthafar Innviða II séu nítján íslenskir lífeyrissjóðir og eitt tryggingafélag og nemi hlutafé um ellefu milljörðum. Fjárfestingargeta sjóðsins sé þó mun meiri því gert sé ráð fyrir meðfjárfestingum hluthafa í gögnum sjóðsins. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin kæmi skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason Samkvæmt drögunum eru hefðbundnir fyrirvarar í viljayfirlýsingunni, svo sem um áreiðanleikakannanir, þar með talið mati á kostnaði við framkvæmdina, og frekari útfærslu á samningum við ríkið og stofnanir þess. Viljayfirlýsingin sé því ekki skuldbindandi. „Horft er til þess íslenska ríkið muni, eftir atvikum, leggja fram fjármagn til undirbúnings og hönnunar verkefnisins, auk hlutfalls af framkvæmdarkostnaði, í samræmi við lög um samgönguverkefni og opinberar framkvæmdir.” Næstu skref geri ráð fyrir því að Summa og sveitarfélögin útfæri nánara samkomulag um framgang verkefnisins. Fundað verði með innviðaráðherra til að kynna og fara yfir málið. Markmiðið sé að grunnundirbúningsvinnu og hagkvæmniathugun verði lokið á árinu 2025. Útlínur framkvæmdar og fjármögnunar liggi fyrir á fyrri hluta 2026 og stefnt sé að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2027. Í drögunum kemur fram að gert sé ráð fyrir að eftirtaldir undirriti viljayfirlýsinguna: Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu, Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Sigurjón Andrésson, sveitarstjóri Hornafjarðar, og Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps. Í þættinum Um land allt árið 2019 um Mýrdalshrepp mátti einnig heyra ólík sjónarmið: Tengd skjöl Viljayfirlýsing_21PDF96KBSækja skjal
Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarfélagið Hornafjörður Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Ferðaþjónusta Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. 15. júlí 2020 20:41 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum "Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. 1. desember 2019 15:30 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. 15. júlí 2020 20:41
Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59
Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum "Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. 1. desember 2019 15:30
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15