Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:15 Réttir eru sums staðar orðnar að aðdráttarafli fyrir ferðamenn og vaxandi áhyggjur eru af velferð dýranna. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira