Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 15:15 Kasper Schmeichel hefur mátt þola óvægna gagnrýni eftir tap Danmerkur gegn Portúgal á sunnudaginn. Getty/Miguel Lemos Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“. Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti