Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 18:59 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, ávarpaði blaðamann fyrir utan þinghús landsins í dag. Þar gagnrýndi hann harðlega hæstarétt fyrir ákvörðunina. AP/Luis Nova Réttað verður yfir Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, vegna meintra tilrauna hans til að fremja valdarán. Hann neitar þeim ásökunum sem á hann eru bornar og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna. Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra. Brasilía Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra.
Brasilía Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira