Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 15:01 Matt Damon í hlutverki sínu sem Ódysseifur. Christopher Nolan hyggst taka upp stórmynd sína Odyssey hér á landi í júní. Tökur munu fara fram á Suðurlandi en um er að ræða þriðja skiptið sem leikstjórinn tekur upp kvikmynd sína hérlendis. Þetta er fullyrðir Morgunblaðið í dag. Þar er fullyrt að True North muni annast framleiðsluna hér á landi. Um er að ræða stjörnum prýdda mynd sem skartar meðal annars Matt Damon, Tom Holland, Zendaya, Anne Hathaway og Lupita Nyong'o í helstu hlutverkum. Nolan sem síðast vann til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Oppenheimer skrifar handrit myndarinnar, framleiðir og leikstýrir henni. Myndin byggir á Ódysseifskviðu sem er önnur tveggja Hómerskviða en hin er Illionskviða. Matt Damon mun fara með hlutverk Ódysseifs sem í kviðunni var konungur á eynni Íþöku. Fjallar kviðan um heimför hans eftir Trójustríðið sem tók tíu ár og var mikið ævintýri. Eins og áður segir hefur Nolan tekið upp kvikmyndir hér tvisvar sinnum áður. Sú fyrsta var Batman Begins sem kom út árið 2005 og síðar Interstellar árið 2014. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þetta er fullyrðir Morgunblaðið í dag. Þar er fullyrt að True North muni annast framleiðsluna hér á landi. Um er að ræða stjörnum prýdda mynd sem skartar meðal annars Matt Damon, Tom Holland, Zendaya, Anne Hathaway og Lupita Nyong'o í helstu hlutverkum. Nolan sem síðast vann til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Oppenheimer skrifar handrit myndarinnar, framleiðir og leikstýrir henni. Myndin byggir á Ódysseifskviðu sem er önnur tveggja Hómerskviða en hin er Illionskviða. Matt Damon mun fara með hlutverk Ódysseifs sem í kviðunni var konungur á eynni Íþöku. Fjallar kviðan um heimför hans eftir Trójustríðið sem tók tíu ár og var mikið ævintýri. Eins og áður segir hefur Nolan tekið upp kvikmyndir hér tvisvar sinnum áður. Sú fyrsta var Batman Begins sem kom út árið 2005 og síðar Interstellar árið 2014.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira