Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. mars 2025 15:31 Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun