Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 23:00 Mark Carney,forsætisráðherra Kanada. AP/Adrian Wyld Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. „Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Á komandi vikum, mánuðum og árum, verðum við að umturna hagkerfi okkar,“ sagði Carney. „Gamla sambandið sem við höfðum við Bandaríkin, sem byggði á samtvinnun hagkerfa og öryggis- og hernaðarsamvinnu er búið.“ Þá hét Carney því ríkisstjórn hans myndi berjast gegn tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gegn Kanada en vildi ekki segja hvernig. Hann vildi fyrst sjá hvað Trump ætlaði að gera í næstu viku og var hann þar að tala um væntanlegan 25 prósenta toll Trumps á bíla og bílaparta sem hann hyggst setja á í næstu viku, eða 2. apríl. Carney: "The old relationship we had with the United States based on deepening integration of our economies and tight security and military cooperation is over." pic.twitter.com/LKYkpO8JD0— Aaron Rupar (@atrupar) March 27, 2025 Carney sagðist einnig, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada, ætla að ræða bráðum við Trump í síma. Það símtal á að eiga sér stað á næstu dögum. Kanadíski miðillinn Global News hefur eftir Carney að hann ætli sér að gera Trump grein fyrir því að hagsmunum ríkjanna tveggja sé best náð með samvinnu og að Bandaríkin eigi að virða fullveldi Kanada. Hér að neðan má sjá frétt CBC um ræðu Carney. Bílar framleiddir í þremur löndum Bílaframleiðsla í Norður-Ameríku er mjög samofin hagkerfum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Hver bíll sem tæknilega séð er framleiddur í Bandaríkjunum heimsækir öll löndin þrjú áður en er settur saman. Í Kanada byggja hundruð þúsunda starfa á þessum iðnaði. Þegar kemur að útflutningi frá Kanada til Bandaríkjanna er í olía í efsta sæti en bílapartar í öðru. Trump hefur ítrekað talað um að Kanada eigi að verða hluti af Bandaríkjunum og hefur talað um að þvinga Kanadamenn til að gefa frá sér fullveldið með efnahagslegum þrýstingi. Hagsmunasamtök í Kanada hafa varað við því að tollarnir sem taka eiga gildi í næstu viku muni strax hafa mikil og alvarleg áhrif á hagkerfi Kanada en þeir eru til viðbótar á almennan 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada til Bandaríkjanna. Boðaði strax til kosninga Fljótt eftir að Carney tók við leiðtogasæti Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau þann 9. mars og við embætti forsætisráðherra í kjölfarið boðaði hann til kosninga, sem munu farar fram þann 28. apríl. Verulega hafði hallað á Frjálslyndaflokkinn á undanförnum mánuðum en honum hefur vaxið ásmegin í könnunum eftir að Trump tók við embætti í Bandaríkjunum og hóf herferð sína gegn Kanada. Carney vonast eftir sterkara umboð í kosningunum í næsta mánuði. Hann heitir því að sigri Frjálslyndi flokkurinn muni hann fella úr gildi allar takmarkanir á viðskiptum milli fylkja Kanada og auka innlenda fjárfestingu. „Ég hafna öllum tilraunum til að veikja Kanada, til að draga úr okkur móðinn, til að brjóta okkur niður svo Bandaríkin geti átt okkur. Það mun aldrei gerast.“ Carney sagði að Kanadamenn myndu berjast gegn þessum tollum, þeir myndu verja sitt og byggja upp Kanada.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira