Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson og Styrmir Hallsson skrifa 28. mars 2025 07:02 Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur lengi einkennst af vísindastarfi á heimsmælikvarða. Íslensk erfðagreining, Hjartavernd, Blóðskimun til Bjargar, og Áfallasaga kvenna eru á meðal rannsóknarverkefna og stofnanna sem hafa skilað gífurlega mikilli þekkingu inn í heim vísindanna og út til almennings. Á bak við þessi vísindaverkefni stendur frambærilegt vísindafólk sem flest allt hefur stigið sín fyrstu skref í íslensku háskólakerfi. Við megum vera stolt af þessari umfangsmiklu vinnu sem hefur átt sér stað hér síðastliðin ár og mótað vísindasamfélag sem skilar árangri. Nú stöndum við hins vegar á tímamótum, langvarandi vanfjármögnun Háskóla Íslands er að leiða til þess að grunnstoðir þessa mikla vísindasamfélags eru að bresta. Námsleiðir innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs hafa lengi einkennst af kennslu frá fyrirlesurum sem hafa stundað nám við marga af heimsins fremstu háskólum. Mannerfðafræði, lífupplýsingafræði og erfðamengjafræði, meinalíffræði og líffræði krabbameina eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í lífvísindum. Umhverfisfræði, skordýrafræði, grasafræði og spendýrafræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í líffræði. Stærðfræðileg eðlisfræði, hagnýt bayesísk tölfræði, grundvöllur líkindafræðinnar, grundvöllur tölfræðinnar, línuleg líkön með slembiþáttum, kennileg tölfræðilíkön og slembiferli eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í stærðfræði og tölfræði. Jarðeðlisfræðilegar kannanir, hagnýt jarðfræði, skipulagsfræði, eðlisfræði lofthjúps jarðar og hagnýt jarðfræði eru á meðal áfanga sem veita sérþekkingu í jarðfræði, jarðvegsfræði, jarðeðlisfræði og landfræði. Allir þessir áfangar eiga það sameiginlegt að vera annað hvort án kennara, kenndir annað hvort ár eða jafnvel einfaldlega lagðir niður. Ástæðan fyrir þessu er vanfjármögnun vísindanna. Ljóst er að við stöndum á tímamótum hér á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Háskólinn hefur ekki fjármagn og mannskapinn til þess að kenna þessa áfanga. Grunnstoðir vísindanna, kennsla í áföngum sem veita þekkingu á rannsóknum, eru að hverfa. Þetta mun leiða til þess að vísindasamfélag Íslands mun falla. Það er kominn tími til þess að yfirvöld átti sig á ástandi háskólasamfélagsins. Langvarandi vanræksla og vanfjármögnun er farin að hafa áhrif. Þessi vanræksla er að skerða möguleika stúdenta til þess að ná sérþekkingu, vanfjármögnunin er að skerða möguleika stúdenta til þess að taka þátt í rannsóknum, meistaranámi, og framhaldsnámi þeirra fræðasviða. Er þetta hin rétta stefna háskólasamfélagsins? Það er kominn tími til þess að styðja við okkar háskólafólk. Við Í Röskvu gerum það. Höfundar eru Magnús Hallsson, oddviti á framboðslista Röskvu fyrir Verkfræði- og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar