Tala látinna komin yfir þúsund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 07:40 Sjálfboðaliðar í Naypyitaw leita í rústum. AP Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“ Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“
Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07
Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44
43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27