Löng fangelsisvist blasir við popparanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 13:00 Sean Kingston er þekktur fyrir smellina Beautiful Girls og Eenie Meenie. Getty/Jason Koerner Rapparinn Sean Kingston hefur verið dæmdur sekur fyrir margra milljóna króna fjársvik. Hann á yfir höfði sér marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira