Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 12:24 „Allt eðlilegt fólk er gapandi yfir þessu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur félagsmaður Sameykis sé sáttur með þetta,“ segir Gunnar, félagi í Sameyki, um biðlaun Þórarins. Facebook/Ívar Fannar Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka. Gunnar birti harðorða Facebook færslu fyrir skömmu þar sem hann lýsir starfslokasamningnum sem ógeðslegum. „Eru allir sem þykjast hugsa um kjör almennings bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér?“ segir Gunnar meðal annars og spyr hvort honum sé skylt að vera í stéttarfélagi. Samningurinn sem um ræðir kvað á um að Þórarinn verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Facebook Fréttastofa hafði samband við Gunnar vegna málsins. Hann segist alla jafna ekki eyða tíma í að pæla í málum sem þessu en þegar dæmin séu orðin svona hrikaleg sé ástæða til að láta í sér heyra. Hann nefnir biðlaunagreiðslu Ragnars Þórs Ingólfssonar þingmanns Flokks Fólksins, sem fékk rúmar tíu milljónir króna greiddar í biðlaun við starfslok sem formaður VR, sér til stuðnings. Stéttarfélög mylji undir „skrifstofulið“ „Það er fáránlegt að svona dæmi séu alltaf að koma upp. Einhverjir karlar sem gefa sig út fyrir að vera einhverjir verkalýðsforkólfar en eru síðan farnir með milljónir í poka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Þá segist hann eiga eftir að kanna hvort það sé hagstætt fyrir hann að skipta um stéttarfélag. Hvort hann sem launamaður geti jafnvel verið utan stéttarfélags. „Ég er auðvitað búinn að vinna mér inn einhver réttindi þannig að ég veit ekki hvort ég byrji á núlli eða eitthvað færist yfir. [...]. Maður er að borga í þetta mánaðarlega og svo reynir maður að fá einhverja sumarbústaði. Og það gengur sjaldnast.“ Hann veltir því fyrir sér til hvers stéttarfélög eru nú til dags. „Þetta virðist ekki vera til neins nema bara að mylja undir eitthvað skrifstofulið, sem er í tilfelli Þórarins látið fara og er síðan verðlaunað í tvö og hálft ár. Það er spurning hvað maður nennir að taka þátt í því.“ Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Gunnar birti harðorða Facebook færslu fyrir skömmu þar sem hann lýsir starfslokasamningnum sem ógeðslegum. „Eru allir sem þykjast hugsa um kjör almennings bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér?“ segir Gunnar meðal annars og spyr hvort honum sé skylt að vera í stéttarfélagi. Samningurinn sem um ræðir kvað á um að Þórarinn verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Facebook Fréttastofa hafði samband við Gunnar vegna málsins. Hann segist alla jafna ekki eyða tíma í að pæla í málum sem þessu en þegar dæmin séu orðin svona hrikaleg sé ástæða til að láta í sér heyra. Hann nefnir biðlaunagreiðslu Ragnars Þórs Ingólfssonar þingmanns Flokks Fólksins, sem fékk rúmar tíu milljónir króna greiddar í biðlaun við starfslok sem formaður VR, sér til stuðnings. Stéttarfélög mylji undir „skrifstofulið“ „Það er fáránlegt að svona dæmi séu alltaf að koma upp. Einhverjir karlar sem gefa sig út fyrir að vera einhverjir verkalýðsforkólfar en eru síðan farnir með milljónir í poka,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Þá segist hann eiga eftir að kanna hvort það sé hagstætt fyrir hann að skipta um stéttarfélag. Hvort hann sem launamaður geti jafnvel verið utan stéttarfélags. „Ég er auðvitað búinn að vinna mér inn einhver réttindi þannig að ég veit ekki hvort ég byrji á núlli eða eitthvað færist yfir. [...]. Maður er að borga í þetta mánaðarlega og svo reynir maður að fá einhverja sumarbústaði. Og það gengur sjaldnast.“ Hann veltir því fyrir sér til hvers stéttarfélög eru nú til dags. „Þetta virðist ekki vera til neins nema bara að mylja undir eitthvað skrifstofulið, sem er í tilfelli Þórarins látið fara og er síðan verðlaunað í tvö og hálft ár. Það er spurning hvað maður nennir að taka þátt í því.“
Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02 Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 27. mars 2025 12:02
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51