Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2025 20:07 Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með” og Rakel Magnúsdóttir,mótsstjóri Íslandsleikanna 2025, sem eru allt í öllu á Selfossi um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Selfossi um helgina því þar fara fram Íslandsleikarnir 2025 þar sem keppt er í hjólastólarallý og fjölbreyttum íþróttagreinum. Leikarnir eru fyrir þá, sem að hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir. „Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira