Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 12:02 Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar. árnastofnun/vilhelm Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“ Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Jón Gnarr og sjö aðrir þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, sem rýmkar heimild til að taka upp ættarnöfn. Ef frumvarpið yrði samþykkt væri mögulegt að taka upp nýtt kenninafn án þess að eiga til þess eiginlegt eða huglægt tilkall. Hafi eftirnafn gengið mann fram af manni í þrjár kynslóðir telst það ættarnafn. „Fyrir þessu geta legið ótal persónulegar og menningarlegar ástæður. Þannig geta einstaklingar viljað kenna sig við sérstakan stað á landinu, eins og fordæmi eru fyrir, svo sem Fossberg, Reykfjörð, Vestmann eða Laxness svo að nokkur dæmi séu nefnd,“ segir í frumvarpinu. Menningararfur sérstakur á heimsmæliskvarða Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd, segir frumvarpið vera áhugaverða tilraun þó hann efist um að hún yrði til góðs. „Mér líst samt ekki á það að ætla að breyta þessu grunnkerfi okkar, þessu föður- og móðurnafnakerfi. Þetta er sú leið sem við höfum valið með kenninöfnin, að kenna okkur til föður eða móður.“ Um sé að ræða mikinn menningararf sem sé sérstakur á heimsmælikvarða. Jóhannes óttast að ef ákvarðanir um eftirnöfn verði gefnar frjálsar hér á landi, muni núverandi kerfi láta undan síga og föðurnöfn snögglega heyra sögunni til. „Þetta grafi mjög fljótt undan okkar kerfi og það yrði menningarslys, finnst mér. Svo er þetta eins og umferðarlög. Við höfum hérna hægri umferð en það væri ekki gott að hafa bæði vinstri og hægri umferð. Það yrði fljótt mikill ruglingur.“ Ekki aftursnúið ef grafið er undan núverandi kerfi Hann bendir á að í Danmörku hvíli vernd á ýmsum ættarnöfnum sem afmarkaður fjöldi fólks ber. Það sé með öllu óljóst í frumvarpinu hvernig þessu yrði háttað og frumvarpið skortir frekari ramma að mati Jóhannesar. Ef núverandi kerfi myndi frá hverfa væri ekki aftursnúið. „Auðvitað segja sumir á móti að aftuhaldsseggir og þeir sem vilja halda í nafnasiðinn og okkar menningarhefð vantreysti fólki og það eigi að treysta fólki til að vernda okkar gamla sið. Á móti má segja að ef þeir svartsýnustu eins og ég hafa rétt fyrir sér og nýtt ættar- og eftirnafnakerfi tekur við, þá er hitt að eilífu horfið, getum við sagt. Þá er mjög erfitt að taka það upp aftur eins og við sjáum í öðrum löndum. Þetta er mjög merkileg hefð og ég held að við ættum ekki að kasta þessu á glæ.“
Mannanöfn Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn. 27. mars 2025 10:09