Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 14:16 Þórir Kjartansson ljósmyndari náði þessum stórkostlegu en sláandi myndum af því þegar sjórinn gekk yfir Víkurfjöru með morguflóðinu. Þórir Kjartansson Árni Gunnarsson frístundabóndi í Vík hefur aldrei séð annað eins og þegar brimið gekk yfir hús hans. Hann segir suðvestanáttina langversta á svæðinu. „Já, þarna gekk mikið á. Húsið hvarf í sjó þegar ég kom hérna klukkan átta. Það braut svo á því. Þá var ég búinn að fá fréttir af því að það gengi mikið á. Og húsið hvarf þegar ég beygði af þjóðveginum,“ segir Árni Gunnarsson í samtali við Vísi. Árni segist ekki vera með margt fé, hann sé hobbí-bóndi en þetta eru um 35 skjátur sem hann rak úr húsinu og í annað hús, hesthús sem stendur ofar. Hér má sjá hvernig sjórinn hefur náð að iðnaðarhúsahverfinu sem stendur í grennd við sjávarmál.Þórir Kjartansson „Ég á slatta af hrossum en sleppti þeim út til að geta verið með féð í efra húsinu. Ég fór beint í það,“ segir Árni. Rúða brotnaði í fjárhúsinu og þá kom los á járn. Gat myndaðist á húsinu vestan megin í því. „Þetta er í annað skiptið í vetur, en þá braut ekki svona á því. Hér er allt á floti inni í húsunum núna. Ég er að vinna í að færa til og ganga frá.“ Hér má sjá hvað snjórinn er nærri iðnaðarhúsunum austast í þorpinu sem og hest- og fjárhúsunum. Lágfjara var þegar myndin var tekin og sjávarlónið ofan við fjörukambinn eftir morgunflóðið að mestu sigið ofan í sandinn.Þórir Kjartansson Árni hefur verið með kindur og hesta á þessum stað síðan 2003 en hann hefur aldrei lent í neinu svona svakalegu fyrr. „Þeir settu garð fyrir framan mig, sjóvarnargarð, fyrir tveimur árum, og það gengur bara yfir hann. Austan við hann eru farnir fleiri fleiri metrar af landi. Það er annað fólk með hús austan megin við mig, þar er er allt á floti en þau lentu ekki eins illa í því.“ Einhverjar breytingar eru á sjávarbotni sem orsaka að menn rekur ekki minni til að svo mikið hafi gengið á fyrr.Þórir Kjartansson Árni segir þetta fjör. „Já, það er bara þannig. Þýðir ekki að leggjast í eitthvað þunglyndi út af þessu, það er bara að bjarga sér.“ Árni segir augljósar breytingar því ekki hafi verið stórstreymt. Það hafi verið um daginn þegar gaf aðeins á. „Það var garður þarna fyrir vestan sem hreppurinn setti upp og hann er farinn. Við höfum verið að berjast fyrir því að það verði eitthvað gert, til að verja húsin okkar, en það hefur gengið hægt fyrir sig.“ Veður Mýrdalshreppur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Já, þarna gekk mikið á. Húsið hvarf í sjó þegar ég kom hérna klukkan átta. Það braut svo á því. Þá var ég búinn að fá fréttir af því að það gengi mikið á. Og húsið hvarf þegar ég beygði af þjóðveginum,“ segir Árni Gunnarsson í samtali við Vísi. Árni segist ekki vera með margt fé, hann sé hobbí-bóndi en þetta eru um 35 skjátur sem hann rak úr húsinu og í annað hús, hesthús sem stendur ofar. Hér má sjá hvernig sjórinn hefur náð að iðnaðarhúsahverfinu sem stendur í grennd við sjávarmál.Þórir Kjartansson „Ég á slatta af hrossum en sleppti þeim út til að geta verið með féð í efra húsinu. Ég fór beint í það,“ segir Árni. Rúða brotnaði í fjárhúsinu og þá kom los á járn. Gat myndaðist á húsinu vestan megin í því. „Þetta er í annað skiptið í vetur, en þá braut ekki svona á því. Hér er allt á floti inni í húsunum núna. Ég er að vinna í að færa til og ganga frá.“ Hér má sjá hvað snjórinn er nærri iðnaðarhúsunum austast í þorpinu sem og hest- og fjárhúsunum. Lágfjara var þegar myndin var tekin og sjávarlónið ofan við fjörukambinn eftir morgunflóðið að mestu sigið ofan í sandinn.Þórir Kjartansson Árni hefur verið með kindur og hesta á þessum stað síðan 2003 en hann hefur aldrei lent í neinu svona svakalegu fyrr. „Þeir settu garð fyrir framan mig, sjóvarnargarð, fyrir tveimur árum, og það gengur bara yfir hann. Austan við hann eru farnir fleiri fleiri metrar af landi. Það er annað fólk með hús austan megin við mig, þar er er allt á floti en þau lentu ekki eins illa í því.“ Einhverjar breytingar eru á sjávarbotni sem orsaka að menn rekur ekki minni til að svo mikið hafi gengið á fyrr.Þórir Kjartansson Árni segir þetta fjör. „Já, það er bara þannig. Þýðir ekki að leggjast í eitthvað þunglyndi út af þessu, það er bara að bjarga sér.“ Árni segir augljósar breytingar því ekki hafi verið stórstreymt. Það hafi verið um daginn þegar gaf aðeins á. „Það var garður þarna fyrir vestan sem hreppurinn setti upp og hann er farinn. Við höfum verið að berjast fyrir því að það verði eitthvað gert, til að verja húsin okkar, en það hefur gengið hægt fyrir sig.“
Veður Mýrdalshreppur Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira