Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 07:47 Cory Booker var ansi hreint uppgefinn þegar hann mætti blaðamönnum fyrir utan þingsal eftir 25 tíma ræðu sína. Getty Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira