Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 09:36 Susan Crawford tryggði dómurum sem studdir voru af Demókrataflokknum meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. AP/Kayla Wolf Dómari sem studdur var af Demókrataflokknum bar sigur úr býtum í kosningu um sæti í hæstarétti Wisconsin í gær. Þar sigraði Susan Crawford annan dómara sem studdur var af Donald Trump, forseta, og Elon Musk, auðugasta manni heims sem varði milljónum dala í kosningarnar. Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Með sigrinum tryggja Demókratar sér meirihluta í hæstarétti Wisconsin í að minnsta kosti þrjú ár. Musk og aðgerðahópar sem hann studdi vörðu rúmlega 21 milljón dala í kosningabaráttuna og auðjöfurinn varði síðustu dögum í Wisconsin þar sem hann afhenti þremur kjósendum milljón dala ávísanir. Eftir sigurinn sagðist Crawford, samkvæmt AP fréttaveitunni, aldrei hafa ímyndað sér að hún myndi þurfa að berjast við auðugasta mann heimsins fyrir réttlæti í Wisconsin. „Og við unnum.“ Crawford sigraði Brad Schimel með 1.286.748 atkvæðum gegn 1.050.816 eða með 55 prósentum atkvæða gegn 45, þegar búið var að telja rúmlega 95 prósent atkvæða. Svo virðist sem kjörsókn hafi verið mun meiri en gengur og gerist í kosningum til hæstaréttar Wisconsin. Met var sett í sambærilegum kosningum árið 2023 en AP segir kjörsóknina í gær hafa verið nærri því fjörutíu prósentum hærri. Eftir sigurinn sagði Crawford íbúa Wisconsin hafa varist fordæmalausri árás á lýðræði, sanngjarnar kosningar og hæstarétt ríkisins. Íbúar hefðu lýst því yfir að réttlætið og dómstóla Wisconsin væru ekki til sölu. Elon Musk á sviði í Wisconsin á sunnudaginn. Hann gaf þremur íbúum ríkisins milljón dala í aðdraganda kosninganna.AP/Jeffrey Phelps Dýrustu kosningar í sögunni Kosningarnar eru taldar vera einhverjar þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna, þegar kemur að því að kjósa dómara til hæstaréttar ríkis, og er útlit fyrir að meira en hundrað milljónum dala hafi verið varið í þær. Fyrra metið var einnig sett í Wisconsin árið 2023 og var 51 milljón. Hæstiréttur Wisconsin hefur mikil áhrif á framkvæmd kosninga í ríkinu, sem hefur lengi þótt verulega mikilvægt þegar kemur að forsetakosningum. Hæstiréttur tekur lokaákvörðun um lög vegna kosninga og kemur að því að leysa deilur um úrslit kosninga. Donald Trump, forseti, ítrekaði á mánudaginn hve mikilvægt ríkið væri í kosningum og það gerði kosningar til hæstaréttar þar einnig mjög mikilvægar. Hæstirétturinn mun einnig á næstu árum taka fyrir mál sem snúa að þungunarrofi, verkalýðsfélögum, kosningareglum og hvernig kjördæmi eru teiknuð upp. Musk varði þremur milljónum í kosningasjóð Schimel og hópar sem hann studdi fjárhagslega lögðu til átján milljónir til viðbótar. Auðjöfurinn George Soros gaf Demókrataflokknum í Wisconsins tvær milljónir dala.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira