Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2025 11:38 Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stórir eigendur í Bakkavör og verða nokkuð stórir eigendur í Greencore, að því gefnu að af yfirtökunni verði. Stjórnir matvælaframleiðendanna Bakkavarar og Greencore hafa komist að samkomulagi um yfirtöku þess síðarnefnda á því fyrrnefnda, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Bakkavör er metin á um 200 milljarða króna í viðskiptunum. Bakkavör var stofnuð á nýunda áratugnum af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum og hefur um árabil verið meðal leiðandi framleiðenda á ferskri tilbúinn matvöru á Bretlandseyjum. Bræðurnir eiga samanlagt rétt rúmlega 49 prósenta hlut í félaginu og með hlut viðskiptafélaga þeirra Sigurðar Valtýssonar er hlutur Íslendinga rétt rúmlega helmingur. Munu eiga 44 prósent í sameinuðu félagi Viðræður um yfirtöku Greencore, írsks samlokuframleiðslufyrirtækis, á Bakkavör hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið og stjórn Bakkavarar hefur hafnað nokkrum yfirtökutilboðum, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um. Í dag greinir Bakkavör frá því í tilkynningu á vef sínum að samkomulag hafi náðst um samruna, með hinum ýmsu fyrirvörum, meðal annars um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakannanir. Hluthafar Bakkavarar muni fá greidd 0,85 pund fyrir hvern hlut í Bakkavör og 0,604 hluti í Greencore. Þannig muni eigendur Bakkavarar verða eigendur um 44 prósenta hlutar í Greencore. Virði Bakkavarar í viðskiptunum sé því 1,2 milljarðar punda, eða rúmlega 207 milljarðar króna. Tæplega 40 prósenta yfirverð Það sé 39,8 prósentum hærra en vegið markaðsvirði félagsins síðustu þrjá mánuðina fyrir 13. mars síðastliðinn, þegar fyrsta yfirtökutilboðið var gert. Þá segir að hluthafa Bakkavarar muni eiga rétt á aukagreiðslu komi til þess að starfsemi félagins í Bandaríkjunum verði seld út úr sameinuðu félagi innan tiltekins tímaramma og fyrir tiltekið verð. Bretland Íslendingar erlendis Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13 Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Bakkavör var stofnuð á nýunda áratugnum af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum og hefur um árabil verið meðal leiðandi framleiðenda á ferskri tilbúinn matvöru á Bretlandseyjum. Bræðurnir eiga samanlagt rétt rúmlega 49 prósenta hlut í félaginu og með hlut viðskiptafélaga þeirra Sigurðar Valtýssonar er hlutur Íslendinga rétt rúmlega helmingur. Munu eiga 44 prósent í sameinuðu félagi Viðræður um yfirtöku Greencore, írsks samlokuframleiðslufyrirtækis, á Bakkavör hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið og stjórn Bakkavarar hefur hafnað nokkrum yfirtökutilboðum, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um. Í dag greinir Bakkavör frá því í tilkynningu á vef sínum að samkomulag hafi náðst um samruna, með hinum ýmsu fyrirvörum, meðal annars um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakannanir. Hluthafar Bakkavarar muni fá greidd 0,85 pund fyrir hvern hlut í Bakkavör og 0,604 hluti í Greencore. Þannig muni eigendur Bakkavarar verða eigendur um 44 prósenta hlutar í Greencore. Virði Bakkavarar í viðskiptunum sé því 1,2 milljarðar punda, eða rúmlega 207 milljarðar króna. Tæplega 40 prósenta yfirverð Það sé 39,8 prósentum hærra en vegið markaðsvirði félagsins síðustu þrjá mánuðina fyrir 13. mars síðastliðinn, þegar fyrsta yfirtökutilboðið var gert. Þá segir að hluthafa Bakkavarar muni eiga rétt á aukagreiðslu komi til þess að starfsemi félagins í Bandaríkjunum verði seld út úr sameinuðu félagi innan tiltekins tímaramma og fyrir tiltekið verð.
Bretland Íslendingar erlendis Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13 Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13
Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent