Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 17:22 Fyrirtækið rekur fjórar verksmiðjur. Samsett Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð. Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54