Fótbolti

Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Lewandowski og Fermin Lopez fagna hér saman einu marka Barcelona á þessu tímabili.
Robert Lewandowski og Fermin Lopez fagna hér saman einu marka Barcelona á þessu tímabili. Getty/Judit Cartiel

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hafði betur í máli sínu gegn spænsku deildinni og tveir lykilleikmenn liðsins mega því klára tímabilið með liðinu. Barcelona á enn möguleika á að vinna þrennuna í ár.

Barcelona fagnaði því sigri innan sem utan vallar í vikunni því liðið komst einnig í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liðið er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og situr í toppsæti spænsku deildarinnar.

Spænska deildin, La Liga, hélt því fram að Barcelona hefði ekki átt að fá keppnisleyfi fyrir þá Dani Olmo og Pau Víctor.

Íþróttamálaráðuneyti Spánar, CSD, hafði gefið þeim Olmo og Víctor tímabundið leyfi í janúar og aðstoðaði síðan Barcelona við að áfrýja dómi La Liga og spænska knattspyrnusambandsins.

La Liga gekk svo langt að fullyrða að Barcelona hafi ekki aðeins misst af frestinum til að skrá inn samninga leikmannanna tveggja (31. desember) heldur að þeir hefðu heldur ekki komið samningum þeirra fyrir undir núverandi rekstrarreglum deildarinnar.

Íþróttamálaráðuneyti Spánar telur hins vegar að leikmennirnir hafi rétt til að vinna og hafa nú útskurðað að Barcelona megi nota báða leikmenn til loka tímabilsins.''




Fleiri fréttir

Sjá meira


×