Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Jóhannes Svavar Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Vísir/Stefán Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því. Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira