Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 09:31 Vladimir Pútín Rússlandsforseti með vini sínum Alexander Ovechkin sem er við það að eignast eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum. Getty/Sasha Mordovets Metið sem fáir bjuggust við að yrði einhvern tímann slegið er við það að falla. Við erum að tala um markametið í NHL-deildinni í íshokkí. Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira