Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 16:20 Vinicius Junior gat komið Real Madrid í 1-0 á þrettándu mínútu en Giorgi Mamardashvili varði víti frá honum. Getty/Florencia Tan Jun Alveg eins og Arsenal fyrr í dag þá tapaði Real Madrid mikilvægum stigum í toppbaráttunni nokkrum dögum áður en liðin mætast síðan á þriðjudagskvöldið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsenal gerði jafntefli á útivelli í sínum leik í hádeginu en það gekk enn verr hjá Real mönnum sem töpuðu 2-1 á heimavelli á móti Valencia í spænsku deildinni. Real Madrid er þar með þremur stigum á eftir toppliði Barcelona en Börsungar eiga auk þess leik inni. Valenica var aðeins í sextánda sæti deildarinnar fyrir leikinn en liðið hefur verið á uppleið síðustu vikur. Mouctar Diakhaby kom Valenica í 1-0 með skallamarki á 15. mínútu en aðeins tveimur mínútum fyrr hafði Vinicius Junior klikkaði á víti. Þetta var önnur vítaspyrnan í röð sem Vinicius Junior klikkar á í búningi Real og honum tókst heldur ekki að nýta síðustu vítaspyrnuna sína með brasilíska landsliðinu. Giorgi Mamardashvili, markvörður Valencia, varði vítið frá Vinicius í dag en Georgíumaðurinn er í láni hjá spænska félaginu frá Liverpool. Real tókst þó að jafna metin á 50. mínútu og það mark skoraði umræddur Vinicius Junior eftir undirbúning Jude Bellingham. Bellingham framlengdi horn Luka Modric og Vinicius skoraði af stuttu færi. Real Madrid fór mjög illa með færin í kvöld en liðið var með 3,24 í Xg, sem eru áætluð mörk. Leikmenn liðsins reyndu nítján skot en allt kom fyrir ekki. Sigurmarkið datt ekki inn og dýrmæt stig runnu frá þeim. Þeir misstu síðan á endanum öll stigin. Valencia gerði nefnilega daginn enn verri fyrir spænska stórliðið þegar Hugo Duro skallaði inn sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Mjög óvæntur 2-1 sigur Valencia á Real Madrid á Bernabeu var því staðreynd. Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Arsenal gerði jafntefli á útivelli í sínum leik í hádeginu en það gekk enn verr hjá Real mönnum sem töpuðu 2-1 á heimavelli á móti Valencia í spænsku deildinni. Real Madrid er þar með þremur stigum á eftir toppliði Barcelona en Börsungar eiga auk þess leik inni. Valenica var aðeins í sextánda sæti deildarinnar fyrir leikinn en liðið hefur verið á uppleið síðustu vikur. Mouctar Diakhaby kom Valenica í 1-0 með skallamarki á 15. mínútu en aðeins tveimur mínútum fyrr hafði Vinicius Junior klikkaði á víti. Þetta var önnur vítaspyrnan í röð sem Vinicius Junior klikkar á í búningi Real og honum tókst heldur ekki að nýta síðustu vítaspyrnuna sína með brasilíska landsliðinu. Giorgi Mamardashvili, markvörður Valencia, varði vítið frá Vinicius í dag en Georgíumaðurinn er í láni hjá spænska félaginu frá Liverpool. Real tókst þó að jafna metin á 50. mínútu og það mark skoraði umræddur Vinicius Junior eftir undirbúning Jude Bellingham. Bellingham framlengdi horn Luka Modric og Vinicius skoraði af stuttu færi. Real Madrid fór mjög illa með færin í kvöld en liðið var með 3,24 í Xg, sem eru áætluð mörk. Leikmenn liðsins reyndu nítján skot en allt kom fyrir ekki. Sigurmarkið datt ekki inn og dýrmæt stig runnu frá þeim. Þeir misstu síðan á endanum öll stigin. Valencia gerði nefnilega daginn enn verri fyrir spænska stórliðið þegar Hugo Duro skallaði inn sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Mjög óvæntur 2-1 sigur Valencia á Real Madrid á Bernabeu var því staðreynd.
Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira