„Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. apríl 2025 23:30 Ryan McCormick er orðinn þreyttur á sjálfum sér á golfvellinum. Vísir/Getty Íþróttamenn sýna oft á tíðum tilfinningar sínar á vellinum, bæði þegar vel og illa gengur. Golfarinn Ryan McCormick er þar engin undantekning en hann hefur nú gripið til örþrifaráða til að halda sjálfum sér réttu megin við línuna. Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira