Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið í hádegisfréttum á RÚV. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglunnar vegna málsins, Úlfar segir þá alla vera erlenda.
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli höfðu þá lagt hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, sem er stórhættulegt efni og er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Talið var í fyrstu að um oxycontin væri að ræða, þar sem töflurnar voru innpakkaðar og merktar lyfjaframleiðanda, en svo reyndist ekki.
Gæsluvarðhaldið yfir stúlkunum, sem eru fæddar 2006 og 2007, rennur út á morgun. Þær eru vistaðar í fangelsinu á Hólmsheiði.
„Við auðvitað sjáum einstaklinga á þessum aldri í gegnum tíðina en yfirleitt eru þessi burðardýr eldri,“ segir Úlfar. Hann segir rannsókn málsins í eðlilegum farvegi.