Viðskipti innlent

OK með nýjan fjár­mála­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Erling Tómasson er gallharður stuðningsmaður Manchester United og hefur verið í lengri tíma.
Erling Tómasson er gallharður stuðningsmaður Manchester United og hefur verið í lengri tíma.

Erling Tómasson hefur verið ráðinn fjármálastjóri upplýsingatæknifyrirtækisins OK.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Erling hafi undanfarin ár verið framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Carbfix. 

„Hann starfaði áður hjá Deloitte sem meðeigandi þar sem hann sinnti fjármála- og upplýsingatækni ráðgjöf til viðskiptavina. Erling starfaði um árabil í Svíþjóð, meðal annars hjá Deloitte í Stokkhólmi, þar sem hann stýrði fjárhagslegum áreiðanleikakönnunum á sænskum og alþjóðlegum fyrirtækjum.

Þar áður var hann fjármálastjóri hjá sænsku fyrirtækjunum Marine Jet Power og C-RAD.

Erling er með Cand. Oecon. próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og löggildingu til endurskoðunarstarfa frá FLE,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×