Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar 7. apríl 2025 13:30 „Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
„Allar hendur á dekk“ kölluðu eigendur stórútgerðarinnar og samtökin sem vinna fyrir þeirra málstað, SFS. Þau höfðu nefnilega orðið þess vör að bæði ríkisstjórnin og þjóðin hygðist krefjast réttlátara gjalds fyrir sjávarauðlindina. „Landsbyggðaskattur“ kalla þau leiðréttingu á veiðigjaldi jafnvel þó þau viti að það sem eftir verður af veiðigjaldinu þegar búið er að greiða þjónustu við greinina sjálfa úr ríkissjóði, fari í bættar samgöngur á landsbyggðinni. Einhvern veginn er ekki sama umhyggjan fyrir landsbyggðinni þegar kvóti gengur kaupum og sölum þeirra á milli og skilur sjávarpáss eftir í miklum vanda. En þá er hins vegar hægt greiða fullt verð fyrir kvótann. Breytingarnar sem til stendur að gera á veiðigjaldinu eru ekki stórkostlegar en gott skref þar til auðlindastefna fyrir Ísland er tilbúin. Þær eru ekki um að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu eða formúlunni sem veiðigjaldið er reiknað út frá. Áfram verður umtalsverður afsláttur gefinn fyrir litlar og meðalstórar útgerðir. Breytingarnar ganga aðeins út á að miðað verði við markaðsverð í útreikningnum en ekki það verð sem útgerðarmenn ákveða sjálfir þegar þeir selja sjálfum sér fisk til vinnslu í fiskvinnslustöðvum í þeirra eigin eigu. Með breytingunum færi veiðigjald fyrir kíló af þorski úr tæpum 29 krónum í tæpar 46 krónur. Þessa breytingu er nauðsynlegt að skoða í samhengi við það sem þeir sem sýsla með kvóta fá þegar þeir leigja kvóta frá sér, svo sem til þeirra sem ekki fá úthlutaðan kvóta innan kerfisins. Þar er verðið 480 kr á kílóið nú um stundir. Meira en 10 sinnum hærra en boðað veiðigjald! Með fyrirhuguðum breytingunum er ekki stuðlað að nýliðun í sjávarútvegi. Kerfið verður áfram lokað sem er eitt af því sem ósætti hefur lengi verið um. Til að stuðla að nýliðun hefur Landssamband smábátaútgerða boðið 100 krónur í kílóið af þorski. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda bjóða 150 krónur í kílóið. Þessi tilboð ásamt leiguverði á milli útgerða gefa til kynna að fullt verð fyrir fiskveiðiauðlindina sé mun hærra en það sem lagt er til í drögum að frumvarpi um veiðigjöld. Um fullt verð fáum við hins vegar aðeins að vita með útboði á kvóta. Ekkert sjávarpláss mun fara á hliðina við þessa hækkun veiðigjalda líkt og gefið er í skyn í tilkomumiklum sjónvarpsauglýsingum frá SFS. Mér finnast þær auglýsingar sýna töluverða ósvífni að hálfu útgerðarinnar sem malar gull og nýtir arðinn m.a. í samkeppni við ungt fólk sem vill kaupa sér þak yfir höfuðið eða til að keppa við aðra um fjárfestingar í óskyldum rekstri í hinum ýmsum fyrirtækjum. Keppni sem stórútgerðin vinnur því hún getur ávallt boðið betur. „Allar hendur á dekk“ kallar SFS og við sjáum að margir sinna kallinu með greinarskrifum og viðtölum að ótöldum auglýsingunum fallegu. Árangur af slíku hefur reynst þeim ábatasamur undanfarna áratugi. Þau veðja á að svo verði einnig nú. Vegna þess að þau halda að þau eigi Ísland. En svo er ekki. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar