„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:33 Rúnar Ingi fer yfir málin með aðstoðarþjálfaranum Loga Gunnarssyni. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld. „Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
„Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira