„Bæði svekktur en líka stoltur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2025 22:44 Þorlákur Árnason er þjálfari Eyjamanna. ÍBV Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, segist vera bæði svekktur og stoltur eftir tap liðsins gegn Víking nú í kvöld. ÍBV varðist fimleg í fyrri hálfleik en fékk á sig mark snemma í seinni hálfleik og svo annað þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“ ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
„Ég er bæði svekktur en líka stoltur. Ég er stoltur af mínu lið sem mér fannst gefa allt í þennan leik. Við vörðumst alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik og líka á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst sérstaklega seinna markið vera frekar ódýrt og það mark í raun klárar leikinn. Þetta er auðvitað það sem að þeir eru hrikalega sterkir í og erfitt að stoppa þá þarna. Í heildina er ég mjög stoltur af mínu liði.“ Á 55. mínútu leiksins fékk Gylfi Þór Sigurðsson að líta rautt spjald og ÍBV því manni færri þegar rúmlega hálftími lifði leiks. Liðinu tókst ágætlega að halda í boltann á þessum kafla en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Þorlákur segir ánægður með hvernig lið hafi náð að stýra leiknum á þessum kafla í leiknum en segir að það hafi vantað upp á gæðin fyrir framan markið. „Ég hugsa að það séu ekkert mörg lið sem geti pinnað Víkingana niður þó svo að þeir hafi verið einum færri. Ég ætla nú að hrósa okkur fyrir það en við vorum ekki nógu sterkir inn í vítateignum þeirra. Okkur tókst að koma okkur í ágætar stöður á síðasta þriðjungi vallarins en mér fannst vanta pínu einstaklings gæði í sóknarleikinn til að taka eitthvað með okkur út úr leiknum. Það er það sem mér þykir vera vonbrigði dagsins. Varnarleikurinn í heildina var góður en mér fannst vanta smá upp á gæðin í sóknarleiknum í heildina til að skora mark.“ Má reikna með að þið eigið eftir að reyna að bæta við ykkur einhverjum leikmönnum á meðan glugginn er enn opinn? „Þetta er bara eins hjá okkur og öðrum liðum, menn eru að fara inn og út. Við þurfum að lána leikmenn í KFS núna í lok apríl. Hópurinn er ekkert voðalega stór hjá okkur en það verða ekki miklar breytingar á okkar hóp. Við vorum að fá Matthias (Edeland) sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur. Það sama má segja um Marcel í markinu. Við erum bara að tjasla liðinu saman á síðustu stundu.“ Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem ÍBV fékk heimaleik gegn Víkingum og mætast því liðin aftur eftir 10 dag í Eyjum. Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og því ljóst að ekki verði leikið þar. Hvernig leggst það í þig að mæta Víkingum aftur eftir aðeins 10 daga? „Við erum fyrst og fremst ánægðir að fá heimaleik. Við erum búnir að spila tíu útileiki í allan vetur og ekki enn farnir að spila heima. Þannig að jú við erum bara mjög glaðir með það. Þórsvöllurinn er góður og okkur hlakkar mikið til að mæta Víkingum þar í bikarnum.“
ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Víkingur tók á móti nýliðum ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar nú í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Víkingum að skora tvö mörk í seinni hálfleik og í leiðinni sækja sín fyrstu stig í deildinni þetta árið. 7. apríl 2025 17:17