ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 10:33 Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga. Vísir/Anton Brink Íþróttafélag Reykjavíkur breytti flettiskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti í ljósaskilti án leyfis borgarinnar. Félaginu hefur nú verið skipað að slökkva á skiltinu en það má breyta því í gamaldags flettiskilti. Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi. Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi.
Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03
Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20