„Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2025 12:51 Daði Már kveðst fylgjast náið með þróun mála. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að það þurfi að horfa marga áratugi aftur í tímann til að sjá eitthvað í líkingu við þá atburði sem eru að eiga sér stað í fjármálaheiminum í dag vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta í tollamálum. Í dag heldur forsætisráðherra út til Brussel til að funda með forsvarsmönnum ESB og til að reyna að koma þeim í skilning um stöðu Íslands. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“ Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“
Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25