Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 22:12 Navarro og Musk virðast ekki eiga mikið skap saman. EPA Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X Í síðustu viku fylgdist heimsbyggðin með þegar Trump tilkynnti um víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fólst mikill sigur í því fyrir Navarro sem hefur talað fyrir þessari tollastefnu. Skömmu eftir tilkynningu Trump skaut Musk á Navarro á X og gerði lítið úr hagfræði-gráðu hans frá Harvard-háskóla. Gráðan væri miklu frekar galli frekar en kostur. Jafnframt gagnrýndi Musk kollega sinn í Hvíta húsinu fyrir að hafa ekki komið að fyrirtækjarekstri. Navarro svaraði fyrir sig í viðtali hjá CNBC. Hann sagði Musk, sem er forstjóri Teslu, ekki vera sannan bílaframleiðanda heldur væri hann frekar „bílasamsetjari“. Markmiðið með tollalagningunni væri að sjá til þess að bandarískir bílar væru búnir til úr bandarískum pörtum, ekki innfluttum. Musk sagði þá í færslu að Tesla væri reyndar sá bandaríski bílaframleiðandi sem væri að mestu leyti framleiddur úr bandarískum pörtum. „Navarro er sannur hálfviti. Það sem hann segir er algjörlega ósatt,“ sagði Musk á X, en undanfarna sólarhinga hefur hann kallað hann öllum illum nöfnum í færslum á miðlinum. „Þetta eru augljóslega tveir einstaklingar sem líta tollamál mjög ólíkum augum,“ sagði Karoline Leavitt, taldsmaður Hvíta hússins, þegar hún var spurð út í erjurnar á blaðamannafundi í dag. „Strákar verða alltaf strákar. Og við munum leyfa þeim að halda áfram þessum opinbera kýtingi. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Skattar og tollar Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Í síðustu viku fylgdist heimsbyggðin með þegar Trump tilkynnti um víðtækar tollahækkanir Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fólst mikill sigur í því fyrir Navarro sem hefur talað fyrir þessari tollastefnu. Skömmu eftir tilkynningu Trump skaut Musk á Navarro á X og gerði lítið úr hagfræði-gráðu hans frá Harvard-háskóla. Gráðan væri miklu frekar galli frekar en kostur. Jafnframt gagnrýndi Musk kollega sinn í Hvíta húsinu fyrir að hafa ekki komið að fyrirtækjarekstri. Navarro svaraði fyrir sig í viðtali hjá CNBC. Hann sagði Musk, sem er forstjóri Teslu, ekki vera sannan bílaframleiðanda heldur væri hann frekar „bílasamsetjari“. Markmiðið með tollalagningunni væri að sjá til þess að bandarískir bílar væru búnir til úr bandarískum pörtum, ekki innfluttum. Musk sagði þá í færslu að Tesla væri reyndar sá bandaríski bílaframleiðandi sem væri að mestu leyti framleiddur úr bandarískum pörtum. „Navarro er sannur hálfviti. Það sem hann segir er algjörlega ósatt,“ sagði Musk á X, en undanfarna sólarhinga hefur hann kallað hann öllum illum nöfnum í færslum á miðlinum. „Þetta eru augljóslega tveir einstaklingar sem líta tollamál mjög ólíkum augum,“ sagði Karoline Leavitt, taldsmaður Hvíta hússins, þegar hún var spurð út í erjurnar á blaðamannafundi í dag. „Strákar verða alltaf strákar. Og við munum leyfa þeim að halda áfram þessum opinbera kýtingi.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Skattar og tollar Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira