Lífið

Margrét selur hönnunarperlu í Skerja­firði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Húsið er hið glæsilegasta.
Húsið er hið glæsilegasta.

Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir. 

Húsið stendur á sjávarlóð innst í rólegri botnlangagötu þar sem náttúran nýtur sín og óhindrað útsýni út á sjó. Lóði hússins er 1.258 fermetra eignarlóð sem liggur að sjó með skjólgóðu útisvæði og einstöku útsýni.

Á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin sé aðeins sýnd samkvæmt samkomulagi í einkaskoðun. Þrívíddarmyndataka er aðgengileg fyrir áhugasama.

Í lýsingu kemur þó fram að í húsinu sé að finna fjölmörg herbergi, gufubað, vínherbergi, líkamsrækt. Hjónasvítan spannar alla efri hæðina en þar er einnig að finna bæði bað- og fataherbergi.

Á neðri hæð er spa með niðurgröfnum heitum potti og fjölnota rými sem er sagt geta nýst sem sjónvarpsstofu eða tómstundaherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.