Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2025 14:54 Bragi Þór segir að betra sé að fara varlega með það sem hann hugsar. En tveimur dögum eftir jómfrúarræðu hans, sem fjallaði um ófremdarástand undir Súðavíkurhlíð, þá lenti sonur hans þar í bílslysi. vísir/vilhelm Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. „Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“ Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Ég fékk símtal í morgun,“ segir Bragi Þór í samtali við Vísi. Hann telur þetta gráglettni örlaganna, furðulega tilviljun en þó ekki. Hann segist geta brosað út í annað vegna þessa núna en honum hafi sannarlega ekki verið hlátur í huga í morgun þegar hann fékk símtal þess efnis að sonur hans hafi lent í slysi - vegna grjóthruns í Súðavíkurhlíð. Hlíðin alveg sér á parti „Já, þetta var bara núna í morgun. Ég bý í Súðavík með fjölskyldu, tvo syni sem eru í menntaskólanum á Ísafirði. Þeir keyra þar af leiðandi á milli, fara að jafnaði tvisvar til fjórum sinnum milli Ísafjarðar og Súðavíkur daglega.“ Bragi segir þessa hlíð alveg sér á parti. Þarna séu snjóflóð á veturna, grjóthrun að sumarlagi og klakabunkar þess á milli. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á þriðjudaginn um Súðavíkurhlíðina. Og svo gerist það í morgun að þá lenti lenti sonur minn í bílslysi undir þessari sömu hlíð, hann keyrði á grjót á veginum.“ Drengurinn slapp heill við illan leik Bragi Þór segir að þá hafi verið yfirstandandi grjóthrun á svona 150 metra kafla. Strákurinn er óbrotinn og heill, Bragi Þór þakkar forsjóninni það, en drengurinn var sjokkaraður og bíllinn að sjálfsögðu ónýtur. „Það er áhugavert að fjölskyldan á þrjá bíla og þeir hafa allir tjónast á þessari leið á fimm árum, vegna grjóthruns. Ég þakka Guði fyrir að hann var á Benz-jepplingnum en ekki Ford Fiestunni sem hann er yfirleitt á.“ Bragi Þór segist hafa leitt hugann að því hvort hann hafi kallað þetta yfir sig með ræðunni. „Maður verður að fara varlega með það sem maður hugsar,“ segir hann sposkur. Spurður um hvort búast megi við úrbótum á veginum þarna segir hann Vestfirði ekki fyrsta í röðinni eins og jarðgangnaáætlun var sett upp. „Það eru þessi stóru göng fyrir austan sem hafa verið í forgruni. Sem kosta hvítuna úr augunum á fullt af fólki og það veldur ákveðinni kyrrstöðu.“
Súðavíkurhreppur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kalla eftir jarðgöngum: Flestir íbúar hafa fests í snjóflóði eða rétt sloppið Súðavíkurhlíð var lokað fyrirvaralaust í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. Sveitarstjóri segir bíla hafa verið báðu megin við flóðið og kallar eftir jarðgöngum til að auka öryggi íbúa. 30. janúar 2024 13:41